Leita í fréttum mbl.is

Hverju eru bílstjórarnir að berjast fyrir?

Finnst í þessum látum sem verið hafa í fjölmiðlum þá hafi aldrei komist á hreint hvað bílstjórarnir vilja!

  • Jú þeir vilja lækkun á olíugjaldinu
  • Þeir vilja breytingar á hvíldartímaákvæði.

En hvað vilja þeir í raun. Mundu þeir t.d. sætta sig við að ríkið lækkaði olíugjaldið um krónu?

Hvað þá með hvíldartíma. Nú í dag verða þeir að hvíla í 45 mínútur á hverjum 4,5 klukkutímum. Þeir meiga soppa t.d. í 3x15 mínútur eða þá taka hvíldina út í einu. Ég hefði haldið að þegar þeir eru að hlaða bílana þá kæmu svona hvíldir að sjálfu sér nema á lengri ferðum.

En þetta hvíldarákvæði er hluti af reglum ESB sem okkur bar að taka upp. Þeir sem fjalla um öryggismál í umferðinni telja þetta algjört lágmark. Þeir vilja meina að hér á landi séu aðstæður þannig að þetta eigi ekki við hér. En aðrir segja að mjóir og erfiðir vegir hér sé einmitt ástæða til að ökumenn séu sem mest vakandi við aksturinn. Jónas Kristjánsson segir um þetta:

Of vægar Evrópureglur
Vöruflutningabílstjórar segja evrópskar reglur um hvíldartíma ekki henta íslenzkum aðstæðum. Vilja fá að keyra linnulaust í ellefu tíma. Ég vildi ekki mæta vörubílstjóra á ellefta tímanum. Evrópsku reglurnar eru ekki of strangar hér á landi, heldur of vægar. Vegirnir eru svo mjóir, að þreyta getur haft alvarlegri áhrif en á hraðbrautum Evrópu. Ég skil ekki, hvernig vörubílar geta mætt hver öðrum. Fráleitt er, að samgönguráðherra taki að sér að vera sendisveinn þeirra, sem vilja rýra öryggi á þjóðvegum landsins. Ríkisstjórnin á hiklaust að hafna þessari undanþágukröfu vörubílstjóra.

Þeir bera við að á veturna þegar þeir fara yfir í slæmri færð eigi þeir erfitt með að fara eftir þessari reglu en mér skilst að við þannig aðstæður sé hægt að taka ökuskífu og skrifa athugasemd við hana eða prenta úr ökurita strimil og skrifa skýringu á þessu og þá sé ekki um sektir að ræða.

Maður skilur samt að einyrkjar eins og þessir menn eru séu ósáttir við að geta ekki náð hámarks tekjum út úr tækinu ef þetta er eins og Sturla talsmaður þeirra segir að þetta séu bílar á kaupleigu. Svona stórir og flottir bílar eins og t.d. hann er á hlýtur að kosta mikið og kaupleigan að vera há.

En mér finnst nú eins og þeir séu bara að mótmæla til að mótmæla og svona talsháttur eins og að þeir haldi áfram þar til að moðhausarnir á Alþingi opni augun og fleira miður fallegt er að skemma svo fyrir þeim.

Þessar aðgerðir sem byrjuðu vel og fólk talaði um að þarna færu loks menn sem beittu almennilegum mótmælum, hafa síðan þróast yfir í eitthvað sem fólk skilur ekki alveg. Hvað vilja þeir? Engin takmörk á hvíldartíma? En hvað þá með menn sem keyra fyrir fyrirtæki eiga þeir ekki að eiga lögbundin hvíldatíma? Geta þá fyrirtæki þá bara þrælað þeim út?

Atvinnubílstjórar hafa afslátt upp á 15 kr. hjá olíufélögum. Það er nokkuð ljóst að það eru þá við almennir bíleigendur sem borgum þann afslátt í hærra verði á okkur.Hvað vilja þeir annað eins hjá ríkinu? Verður því þá ekki velt yfir á okkur almenna bíleigendur?

Nei þeir verða að fara að endurskoða sig og skýra málið betur út fyrir okkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband