Leita í fréttum mbl.is

Þessi meirihluti getur ekkert gert rétt máttu ekki leyfa breytingar á Hallargarði

Eftirfarndi frétt á www.ruv.is er með hreinum ólíkindum:

Borgin samdi um meira en mátti

Reykjavíkurborg hefur ekki heimild til að leyfa breytingar sem ráðgerðar eru á lóð Fríkirkjuvegar 11, að sögn Kristínar Huldar Sigurðardóttur, forstöðumanns Fornleifaverndar ríkisins.

Kristín Huld segir Reykjavíkurborg hafa heimilað, samkvæmt kaupsamningi á Fríkirkjuvegi 11, breytingar sem hún hafi ekki umboð til og að ekkert hafi verið leitað til Fornleifaverndar ríkisins vegna sölunnar. Sala á Fríkirkjuvegi 11 til Novators ehf, í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar var samþykkt í borgarráði í gær. Borgarstjóri bókaði að almenningi skuli tryggt óskert aðgengi að hallagarðinum og allri lóðinni umhverfis húsið.

Rúmlega níu hundruð fermetra eignarlóð og hátt í átta hundruð fermetra leigulóð fylgja húsinu. Í sjöttu grein kaupsamningsins kemur fram að gera megi tilteknar breytingar á lóð og aðkomutorgi við lóðamörk samkvæmt uppdrætti Landslags ehf. Áform eru um að rjúfa steinvegg eða hestagerði austan við húsið og búa til svið. Tillögur eru einnig um breytingar á garðinum sunnan við húsið.
Í minnisblaði sem Guðný Gerður Gunnarsdóttir borgarminjavörður skrifar sviðsstjóra framkvæmdasviðs borgarinnar - kemur skýrt fram að áformaðar framkvæmdir raski fornleifum. Leyfi Fornleifaverndar þurfi.
Samkvæmt tíundu grein þjóðminjalaga má enginn spilla, granda né breyta né heldur hylja fornminjar, laga þær né aflaga né úr stað flytja - nema með leyfi Fornleifavern dar ríkisins.

Þetta er með hreinum ólíkindum. Eins þá hefur maður heyrt að texti og teikningar í þessum samning passi ekki saman.

 


mbl.is Fríkirkjuvegur 11 ekki seldur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband