Leita í fréttum mbl.is

Déskoti ætla þessir hvalir að verða okkur dýrir!!!!

Var að glugga í þetta á ruv.is:

300 m.kr. í landkynningu vegna hvalveiða

Svona myndir þykja ekki
vel til landkynningar fallnar
Ferðamálaráð vill að framlög til landkynningar erlendis verði aukin um 300 miljónir króna. Þá vill ráðið að könnuð verði áhrif hvalveiða á viðhorf ferðafólks til Íslands.

Ferðamálaráð vill að fé til landkynningar verði aukið um 300 miljónir króna á ári. Ráðið leggur einnig til að gerð verði viðhorfskönnun erlendis þar sem spurt er um áhrif hvalveiða á ímynd Íslands í hugum útlendinga. Könnunin gæti kostað 30 miljónir króna.

 

Þetta eru dýrar skepnur sem við veiðum eða um 90 til 100 hrefnur og 9 langreiðar sem gera þá í kring um 3 milljónir á hvern skrokk. Verður þessum 300 milljónum kannski varið í að kenna fólki út um allan heim að borða hvalkjöt.  Hverning veit ferðamálaráð að það þarf 300 milljónir í verkefnið? Er þetta eins og venjulega að við slettum einhverjum peningum fram? Síðan eru misvitrir frömuðir sem eyða þessu í  oft gjörsamlega vonlaus og misheppnuð verk sem skilja lítið eftir sig. Væri ekki réttara að gera markvissar áætlanir og reikna svo út hvað þær kosta?

Eða væri það ekki ódýrara að koma fram og segja að við höfum látið af hvalveiðum um óákveðin tíma. Við áskyldum okkur samt rétt til að taka þær upp síðar. Við værum búin að sjá að heimurinn væri ekki tilbúinn til að meðtaka okkar málstað að sinni. Þetta mundi kosta okkur lítið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband