Leita í fréttum mbl.is

"Bandaríkin vilja taka við stjórn friðargæslu S.þ." /Þá fer að versna í því lagsmaður

Ég bara trúi því ekki að þeir nái þessu embætti. Af öllum þjóðum í heiminum eru  þeir líklegastir til að klúðra þessu starfi SÞ eða misbeita því  
NFS, 03. Nóvember 2006 19:19
Bandaríkin vilja taka við stjórn friðargæslu S.þ.

Bandaríkin vilja taka yfir stjórn friðargæslu Sameinuðu þjóðanna þegar Ban Ki-Moon tekur við embætti framkvæmdastjóra S.þ. um mánaðamótin. Fréttastofa Reuters hefur þetta eftir háttsettum bandarískum embættismanni sem ekki vill láta nafns síns getið. Frakkar stýra friðargæslunni eins og er.

Embættismaðurinn segir að Bandaríkin styðji kröfu sína með þeim rökum að þau leggi til rúman fjórðung fjármagns til friðargæslunnar. Bandaríkjamenn leggja hins vegar enga hermenn til friðargæsluliðsins, þar hafa Frakkar vinninginn. Franskir hermenn í Líbanon eru 1500 talsins og auk þess heldur franski herinn úti 4000 hermönnum í sérstöku friðargæsluverkefni á Fílabeinsströndinni. Bandaríkjamenn leggja friðargæslunni til 239 lögreglumenn í Kosovo og 48 lögreglumenn á Haiti.

 

Bandaríkjamenn studdu Ban Ki-Moon til embættis framkvæmdastjóra með ráðum og dáð. Nokkrir sendiherrar við Sameinuðu þjóðirnar hafa hins vegar lýst áhyggjum sínum af því að friðargæslan muni fyrir vikið litast um of af áherslum Bandaríkjamanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband