Leita í fréttum mbl.is

Nú er nauðsynlegt fyrir Samfylkinguna að fara að tala einum rómi

Hér fyrir neðan eru niðurstöður úr túlkun á þjóðarpúlsi Capacent sem ég fann á ruv.is. Þar sést að vaxandi fylgi er við Vinstri græna. Þetta er náttúrulega fólk sem er að flykkjast til þeirra vegna umhverfisstefnu þeirra. Samfylkingin minn flokkur talar aftur á móti út og suður um þessi mál. Kjósendur eiga ekki möguleika á að sjá hvar flokkurinn stendur í þessum málum. Það er sett fram einhver stefnuskrá en þingmenn tala bara út og suður of finnst þeir auðsjáanlega ekkert bundnir af þessu. Þetta verður að breytast og það strax!

Af ruv.is

Síðast uppfært: 04.11.2006 12:52

Könnun: Framsókn kemur hvorki að manni í Kraganum né Reykjavík

Vinstri grænir bættu við sig flestum þingmönnum ef kosið yrði til Alþingis nú samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Capacent. Framsóknarflokkurinn tapaði flestum en Frjálslyndir kæmu ekki manni á þing.

Vinstri grænir bættu við sig 8 þingmönnum en Frjálslyndir næðu ekki manni á þing ef kosið yrði til Alþingis nú, samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Capacent. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 29 þingmenn en Framsóknarflokkurinn 5. Samfylkingin tapaði 4.

Samkvæmt könnuninni er fylgi Sjálfstæðisflokksins 42,9% á landsvísu, Samfylkingarinnar 25,1% og vinstri grænir fá 20,1% fylgi. Framsóknarflokkurinn fær 8,3% en Frjálslyndir 3,5%. Fréttastofa Útvarps fékk Ólaf Þ Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, til að reikna út skiptingu þingsæta eftir flokkum og kjördæmum, miðað við þessa könnun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband