Leita í fréttum mbl.is

Alveg er þetta dæmigert!

Hvernig er þetta með heilbrigðisráðuneytið og sjúkrahúsið.

Það er nokkuð ljóst að þetta stjórnunar bákn sem orðið er í hring um LSH er náttúrulega úr öllum tengslum við allt sem heitir almennileg breytingarstjórn. Hefði haldið að stjórninni hefði verið í lófa lagið að breyta vaktakerfinu í samráði við viðkomandi starfsfólk. Þetta hefur tekist bærilega hjá öðrum ríkisfyrirtækjum án láta.

Finnst nú að Guðlaugur Þór ætti að fara hugsa arfleið sína sem heilbrigðisráðherra. Það gengur ekki að allt sem hann geri sé helst að skera niður og boða einkaframkvæmd í heilbrigðiskerfinu. Hann verður náttúrulega fyrst og fremst að standa vörð um að þjóðinni hafi ótakmarkaðan aðgang að heilbrigðisþjónustu.

Það er ljóst að það hefur verið stöðug vöntun á hjúkrunarfræðingum svo það vekur furðu að það skuli vera farið í svona deilu við þær og láta hana ganga svo langt. Samráð og samvinna hefði væntanlega getað á aðeins lengri tíma skilað ásættanlegri niðurstöðum fyrir báða aðila. 


mbl.is Neyðaráætlun með öðrum spítölum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband