Leita í fréttum mbl.is

Bandaríkjastjórn segir dauðadóminn góð tíðindi fyrir írösku þjóðina

Alveg er þetta makalaust. Hvenær ætla menn að læra að það er alls engin skynsemi í að dæma menn til dauða. Þetta á sérstaklega við um menn sem eru staðnir að illverkum. Er ekki meira vit í að dæma menn til lífstíðar fangavistar. Þeir eru þó þá á meðan þeir lifa minnisvarði um afleiðingar glæpa sinna.

Ég er hræddur um að með því að lífláta Saddam þá verði hann að píslarvotti fyrir öfgahópa múslima.

 En náttúrulega fagna Bandaríkin þessu. Þau eru í hópi nokkurra ríkja sem stunda aftökur en. En ekki hefur maður séð að það virki fyrir þá. Ekki dregur úr glæpum og ofbeldi þar.

Af ruv.is

Bandaríkjastjórn segir dauðadóminn góð tíðindi fyrir írösku þjóðina og sýni sjálfstæði dómstóla í Írak. Undir það taka leiðtogar Íraks og stjórn Írans og Bretlands. Íranstjórn segir að Saddam fái makleg málagjöld fyrir grimmd og glæpi en sakar vestræn ríki um að hafa selt honum vopn sem notuð voru í Íran, Kúveit og gegn íröskum almenning. Spánverjar minna á að Evrópusambandið er andvígt dauðarefsingum og undir það taka fleiri Evrópusambandsríki. Frakkar láta í ljós von um að dómurinn valdi ekki nýrri spennu í Írak.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Arnarsson

Finnst engum skrýtið að dómur sé kveðinn upp... tveim dögum fyrir þingkosningar í bandaríkjunum??

Sveinn Arnarsson, 6.11.2006 kl. 11:57

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hafði ekki hugsað út í þetta. En þetta er náttúrulega alveg rétt hjá þér. Það gat náttúrulega verið að þeir hefðu eitthvað með þetta að gera. Eins þá finnst mér það afleytt að alþóðleg samtök eins og Amnesty International skuli benda á að réttarhöldin hafi verið mein gölluð

Magnús Helgi Björgvinsson, 6.11.2006 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband