Leita í fréttum mbl.is

Held að skipulagsráð Reykjavíkur ætti nú að fara passa sig.

Hef nú í 20 til 30 ár fylgst með framkvæmd á aðalskipulagi í miðbæ Reykjavíkur. Og sannast sagna er þetta nú að verða brandari.

Síðan koma svona tillögur eins og göng undir Skólavörðuholtið. Vissulega nýtískulegar en þeim er bara sópað undir mottu og gert grín að þeim. Þessi maður t.d. hefur sennilega ekki oft þurft að leita að bílastæði við Landspítalinn í dag og ég efa að það verður enn verra við nýja spítalann.

Síðan er náttúrulega hvernig skipulagsráð hefur leyft byggingar hús í miðbænum sem eru gjörsamlega úr takt við annað í umhverfinu.

Get varla séð að nýi Spítalinn geti með nokkru móti komið í veg fyrir þessi göng ef þau henta.

Skipulagsmál Reykjavíkur eru náttúrulega orðin brandari og tíminn sem málin taka þar eru með ólíkindum.

Reyndar eru öfgarnar í hina áttina hjá okkur sem búum í Kópavogi. Þar eru skipulagsmálinn í höndum verktaka sem hafa þetta bara eins og þeim sýnist. Og varla til á landinu bær sem er eins ósamstæður og vanhugsaður eins og Kópavogur.


mbl.is Holtsgöng út úr aðalskipulagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég er sammála þér þetta varðandi Kópavog.  Aðalskipulag og deiluskipulag eru útbúin og samþykkt, svo kemur einhver verktaki með aðra hugmynd og öllu er sópað út af borðinu.

Varðandi miðborg Reykjavíkur, þá væri kannski vit í því að beina atvinnustarfsemi annað til að dreifa umferðinni og álaginu.  Annars endar þetta bara eins og öðrum löndum, takmarka þarf umferð um miðborgarsvæðið, þar sem það ræður ekki við alla þá umferð sem beint er þangað. 

Marinó G. Njálsson, 4.5.2008 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband