Leita í fréttum mbl.is

Bíddu er Bush eitthvað betri en Saddam?

Bíddu er þetta ekki bara alveg það sama og hann var að gera:

Fanga sleppt eftir pyntingar

Palestínskum verkfræðingi með pakistanskt ríkisfang var sleppt í Ísrael í dag eftir að hafa í tvö og hálft ár setið í fangelsum Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra án dóms og laga. Maðurinn var pyntaður. Hann heitir Marwan Jabur og var handtekinn i Pakistan árið 2004 þar sem hann bjó ásamt eiginkonu og þremur börnum

Eftir pyntingar í hálfan mánuð var hann sendur í fangelsi Bandaríkjamanna í Guantanamo á Kúbu þar sem hann sætti látlausum barsmíðum fangavarða segir hann og hávær tónlist var spiluð án afláts.

Þaðan fluttu Bandaríkjamenn hann í fangelsi í Jórdaníu og enn var hann fluttur í Kishon öryggisfangelsi ísraelsku leynilögreglunnar Shin Bet. Honum var sleppt í dag þar ekki tókst þrátt fyrir pyntingar og harðræði að tengja hann við hryðjuverk.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var vanhugsuð fyrirsögn á netpistli, og það segi ég ekki vegna villunnar í 2. orði. Ég hlýddi á frásögn af þessu dómsmáli í gær á BBC World Service. Saddam ber ábyrgð á þjóðarmorði um 185-190 þúsund Kúrda á tveggja mánaða tímabili. Einungis þeir, sem loka augunum fyrir því, geta látið svona fyrirsögn út í loftið. Satt bezt að segja var hún algerlega út í loftið.

Jón Valur Jensson (IP-tala skráð) 6.11.2006 kl. 23:15

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Takk fyrir ábendingu um villunna. EN ég spyr hvað hafa margir Írakar dáið nú síðan að Saddam var steypt af stóli. Og ég er ekkert að draga út því að hann var ómenni og morðingji. En Jón er það einhver afsökun fyrir USA og aðra að fara með fólk eins og skepnur. Henda öllum mannréttindum út í horn og segjast vera að gera heiminn betri. Saddam er jú kominn í fangelsi en hvaða ástand er Írökum boðið í staðinn.

Magnús Helgi Björgvinsson, 6.11.2006 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband