Leita í fréttum mbl.is

Erum við að vaxa okkur yfir höfuð?

Haf verið að velta fyrir mér hvort að við séum að verða of stór miðað við mannfjölda. Eru fyrirtækin og framkvæmdir að verða stærri en 300 þúsund manna þjóð ræður við. Það eru um 10.000 erlendir ríkisborgarar i starfi hér og samt er ekkert atvinnuleysi og vantar en fólk. Er þetta holt fyrir þjóð sem er að rembast við að halda í þjóðareinkenni sín.

Er þá umfang okkar orðið of mikið? Erum við þá að græða eitthvað á þessu eða eru það bara fyrirtækin sem sem fá þarna starfsfólk á lægri launum en við látum bjóða okkur?

Nú þegar allir Íslendingar sem vilja eru í starfi sem og fjöldi erlendra starfsmanna. Verður þá ekki allur vöxtur hér bundinn því að við fáum útlendinga til að flytjast hingað til að vinna?

Spyr sá sem ekki veit

www.ruv.is

  • » Fréttir
  • Erlendum starfsmönnum fjölgar en atvinnuleysi minnkar

    8.000 erlendir starfsmenn hafa komið hingað til lands frá 1. maí, 10.000 frá áramótum. Þrátt fyrir það hefur atvinnuleysi ekki aukist, það mælist nú minna en í byrjun árs.

    Talsverð umræða hefur verið um stöðu útlendinga á vinnumarkaði hérlendis og því haldið fram að fjölgun útlendinga komi niður á þeim sem veikast standa á atvinnumarkaði.

    Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun í dag eru um 12.000 erlendir starfsmenn á Íslandi. Þar af hafa um 8.000 komið hingað til lands eftir 1. maí, þegar lög um frjálsa för vinnuafls á Evrópska efnahagssvæðinu tóku gildi. EES borgarar þurfa ekki atvinnuleyfi til að starfa á Íslandi og mega starfa hér ótímabundið. Þeir eru þó að sjálfsögðu skattskyldir og eru þar af leiðandi skráðir, fá kennitölur og skattkort og starfa samkvæmt íslenskum lögum og kjarasamningum.

    En við hvað starfar allt þetta fólk? Samkvæmt svari félagsmálaráðherra við fyrirspurn Valdimars Leós Friðrikssonar á Alþingi fyrir viku eru þeir sem hingað koma á vegum starfsmannaleiga aðallega verkamenn og iðnaðarmenn en einnig hjúkrunarfræðingar.

    Fyrstu fjóra mánuði ársins voru langflest útgefin atvinnuleyfi vegna starfsmanna í byggingariðnaði, 2/3 allra útgefinna atvinnuleyfa á tímabilinu. 5% til 10% útgefinna leyfa voru vegna starfsmanna í fiskvinnslu, kjötiðn, verslun og þjónustu og ferðaþjónustu.

    Þrátt fyrir þennan fjölda erlendra starfsmanna hefur atvinnuleysi ekki aukist. Frá 1. maí hefur það mælst 1% til 1,4% í hverjum mánuði. Á þessu ári hefur atvinnuleysi mælst hæst 1,6%, það var í janúar og febrúar, samkvæmt upplýsingum Vinnumálastofnunar.

    Samkvæmt frétt á vef lögreglunnar sem birt var í dag eru engar vísbendingar um fjölgun brota þar sem erlendir ríkisborgarar eiga hlut að máli. Útlendingum sem kærðir eru fyrir hegningalagabrot hefur ekki fjölgað á þessu ári.

mbl.is Um sjö þúsund útlendingar til starfa í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband