Leita í fréttum mbl.is

Bókhald flokkanna verður opnað

Var að lesa þessa frétt á ruv.is. Vona að nú fylgi þessu einhver alvara. Gaman að sjá hverning flokkarnir haga sér þá núna ef þetta verður síðasta kosningarbaráttan með lokuðu bókhaldi. Bara að þeir pumpi fyrirtækinn ekki um svo mikla peninga að þau verði gjaldþrota.

 Af www.ruv.is 

Bókhald flokkanna verður opnað

Góðar horfur eru á samkomulagi um stjórnmálaflokkanna um að gera bókhald þeirra opinbert, segir formaður nefndar um lagaumhverfi stjórnmálaflokka. Hann á von á því að nefndin ljúki störfum fyrir áramót. Í nefndinni hefur verið rætt um að flokkarnir leggi endurskoðað bókhald sitt inn til ríkisendurskoðanda og hann birti síðan úr þeim ákveðnar upplýsingar, segir einn nefndarmanna.

Formaður, varaformaður og ritari nefndarinnar áttu á laugardag fund með formönnum stjórnmálaflokkanna. Kynntar voru mismunandi tillögur um lög og reglur um fjárreiður flokka. Málið er ekki komið á það stig að farið sé að semja frumvarp. Sigurður Eyþórsson, formaður nefndarinnar, segir góðar horfur á samkomulagi.

Nefndin hefur fyrst og fremst rætt mismunandi leiðir til að skapa gagnsæi, vinna gegn mögulegum hagsmunaárekstrum og skapa þannig traust á stjórnmálastarfsemi.

Liður í þessu er að flokkarnir geri bókhald sitt opinbert, segir Margrét S. Björnsdóttir, annar af tveimur fulltrúum Samfylkingarinnar í nefndinni. Hún segir að nefndin sé ekki farin að ræða hvaða upplýsingar úr bókhaldi flokkana ætti að gera opinberar

Tvær tillögur um fjárframlög stjórnmálaflokka hafa einkum verið ræddar í nefndinni. Önnur er að banna öll fjárframlög umfram venjuleg félagsgjöld en hin er sú að banna ekki framlög en að flokkar greini opinberlega frá framlögum sem fara yfir ákveðna upphæð, 300.000 til 500.000 krónur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband