Leita í fréttum mbl.is

Við hvern er Bush í stríði við í Írak?

Var að lesa þetta hér fyrir neðan á visir.is. Nú er ég að velta fyrir mér þegar að Saddam hefur verið steypt og ný stjórn komin á í Írak í samvinnu við Bandaríkin, við hvern er hann þá í stríði? Eru það Írakar? Hvaða stríð er hann að tala um?

NFS, 08. Nóvember 2006 20:12
Viðurkenndi að stefnan í málefnum Íraks virki ekki nógu vel

George Bush, Bandaríkjaforseti, viðurkenndi í ræðu sem hann hélt fyrr í dag að stefna Bandaríkjamanna í málefnum Íraks væri ekki að virka nógu vel og ekki nógu hratt.

Bush sagði þetta í ræðu sem hann hélt á fréttamannafundi í kjölfar sigurs Demókrata í þingkosningunum sem fram fóru í gær. Bush sagði niðurstöðu kosninganna þó ekki þýða það að Bandaríkjamenn myndu draga herlið sitt frá Írak of fljótt. Mikilvægt væri að missa ekki sjónar af takmarkinu sem sé að sigra stríðið. Her Bandaríkjamanna fari ekki frá Írak fyrr en verkefninu ljúki.

 


mbl.is Bush: Réttur tími til að skipta um forustu í Pentagon
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli hann sé ekki að tala um að koma á friði í landinu. Það versta sem þeir gætu gert núna væri að yfirgefa landið. Þeir komu, steyptu Saddam af stóli og í kjölfarið hófst geðbilað trúarstríð milli múslimahópanna og kúrda og múslima. Það væri frekar aumingjalegt af þeim að rústa landinu og fara svo aftur heim. Þeir bera alla ábyrgð á ástandinu í Írak og þeir geta ekki farið fyrr en jafnvægi er komið á.

Sumarliði (IP-tala skráð) 8.11.2006 kl. 22:29

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

En það er hugsunarhátturinn sem mér líkar ekki. Þ.e. að hann upplifir að hann sé í stríði. Auðvita á tilgangurinn að vera nú að styðja löglega stjórn Íraks við að koma á skipulagi í landinu. EN ég er hræddur um að það eigi aldrei eftir að takast. Það eru olíulindir á nokkrum stöðum í Írak og þá aðallega þar sem Kúrdar og sítar eru. Þetta geriri það að verkum að súnítar verða aldrei sáttir. Þetta eru allt örðuvísi samfélög en okkar og nú er ég hræddur um að Írak

Magnús Helgi Björgvinsson, 8.11.2006 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband