Leita í fréttum mbl.is

Björn Ingi farinn að skjóta á aðra. Bara að hann skjóti sig ekki í fótinn

Í færslu á bloggsíðu sinn er hann að skjóta á Róbert Marshall sem sagð eftir prófkjörið að næsta verkefni væri að fella ríkisstjórnina.

Björn Ingi segir:

Róbert er þannig enn að. Síðast þegar hann ætlaði að fella ríkisstjórnina var hann fréttamaður á Stöð 2 og stóð fyrir framan Stjórnarráðið og sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra ljúga til um tímasetningu og tilurð stuðnings ríkisstjórnarinnar við innrásina í Írak. Þetta var fyrsta frétt og greinilegt, að reitt var hátt til höggs.

Seinna kom í ljós að fréttin var einn allsherjar misskilningur hjá Róberti, hann hafði ruglast illilega á tímabeltum í yfirlestri á erlendum fréttaskeytum og neyddist til að segja af sér.

Vissulega gerði Róbert mistök þarna. En ólíkt Halldóri og öðrum í ríkisstjórn Íslands þá axlaði hann ábyrgð og sagði upp vinnu sinni sem fréttamaður. Halldór og Davíð létu sér í léttu rúmi liggja þó að þeir gerðu okkur að virkum þátttakendum í þessu stríði við Írak á lognum forsendum um gereyðingarvopn.

Og ef við skoðum þeirra langa feril í stjórn þá má nefna að Halldór og framsókn stóðu vörð um hagsmuni gömlu vina sinna úr Sambandinu og gáfu þeim banka og svoleiðis. Halldór sett upp fiskveiðikerfi sem tryggði fjölskyldu hans milljarða. Aldrei leit hann svo á að hann væri vanhæfur.

Davíð bar upp á fyrirtæki að það hefði boðið honum mútur. Hann lét ekki einusinni rannsaka það.

Svo að ég held að Björn ætti að horfa sér nær svo hann skjóti sig ekki í fótinn og detti í fúlan Lækinn þegar hann er búinn að opna hann í Lækjagötu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband