Leita í fréttum mbl.is

Undarleg upplifun sumra á Silfri Egils í dag

Var að lesa bloggið hans Magnúsar Þórs Hafsteinssonar sem var jú í Silfrinu í dag. Hann er þar að tala um þáttinn og kemur með furðulegar athugasemdir um það sem þar kom fram og upplifun sína í þættinum:

Hann segir

2. Mér var brugðið þegar ég sá heiftina í augum og viðmóti Amal Tamini, en hún færði samt fréttir sem mér var ekki kunnugt um. Þetta er fólk frá Palestínu sem fór til Írak árið 1948. Það er fyrir 60 árum. Þannig eru þetta í raun Írakar af palestínskum uppruna. Flóttafólk af fjórðu og fimmtu kynslóð - býst ég við.

Ég horfði nú á þáttinn og gat ekki séð þessa heift í augum Amal. Eins þá gleymir hann að geta þess þegar hann talar um Íraka af "Íraka af palestínskum uppruna Flóttafólk af fjórðu og fimmtu kynslóð"þá gleymir hann viljandi að geta þess að þetta fólk hefur ekki réttindi í Írak og má ekki flytja til Palestínu. 

Og svo orðalagið í þessum hluta er náttúrulega ekki boðlegur vara-formanni stjórnmálaflokks:

Og það var alveg makalaust að heyra Kristrúnu Heimisdóttur tala um að við hlytum að geta fundið skólaborð og stóla fyrir börnin til að koma þeim fyrir í kennslustofum.

Þvílíkt og annað eins. Þau skilja ekki orð í íslensku, mér er til efs að þau kunni stafrófið sem við notum hér á landi.....og áfram má lengi telja.

Finnst í þessu mjög niðrandi tónn svo ekki sé meira sagt.

3. Og Kristrún Heimisdóttir aðstoðarkona Ingibjargar Sólrúnar í utanríkisráðuneytinu var ótrúleg þegar hún sagði eitthvað á þá leið að víst gæti Akranes tekið á móti stórum hópi flóttafólks. Veit ekki til að hún hafi nokkru sinni komið til bæjarins, og eitt er víst að stjórnvöld hafa ekki gert neina faglega úttekt á bænum og velferðakerfi hans. Þetta er bara ákveðið í Reykjavík og ákveðið að henda því upp á Skaga.

Ég er nærri viss um að Kristrún hefur komið upp á Akranes og sé reyndar ekki að það skipti máli.

Það væri gaman að velta fyrir sér rökum Magnúsar gegn því að fá þessa flóttamenn upp á Skaga.

  • Fyrst sagði hann að það væri miklu betra að senda þessa peningar 180 milljónir bara til flóttamannabúðanna og nota þá þar.
  • Þetta væri svo stór hópur. Þetta væri um 1% af íbúa fjölda á Akranesi. Samt hefur það nú verið þannig að í flestum stöðum út á landi þar sem fiskur er unninn að þar hafa verið mun fleiri útlendingar við störf og búið þar miðað við fólksfjölda
  • Við erum að tala um að í fyrsta hóp eru áætluð eitthvað um 30 manns. Það gætu því verið 10 til 15 fullorðnar konur og 15 til 20 börn á öllum aldri. Get ekki séð að þetta setji Akranes á hliðina. Þetta fólk verður fyrsta árið í íslensku námi þannig að þau skarast væntanlega ekki strax inn í almenna skólakerfið á fullu.
  • Hann ber við að Akranes hafi ekki ráð á að taka við þessu fólki. Nefnir að 25 manns bíði eftir félagslegu húsnæði. Maður spyr nú af hverju hefur hann ekki unnið að lausnum fyrir þetta fólk?
  • Síðan leyfir hann sér að halda því fram að tali ekki fyrir bullandi fordómum gegn erlendum einstaklingum sem eiga ekki í nein hús að venda.

Að síðustu verð ég að vera sammála því sem Egill sagði um að 5 ríkasta þjóð í heiminum á ekki að vera í neinum erfiðleikum með að taka á móti þessu fólki. Við höfum gert það áður og ekki verið neitt mál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband