Leita í fréttum mbl.is

Alþjóðleg fjármálastarfsemi hér?

Hef verið að fylgjast með fréttum í dag þar sem er kynntar hugmyndir nefndar um Ísland sem miðstöð alþjóðlegrar fjármálastarfsemi. Þar kemur fram ýmislegt sem mér finnst mótast nokkuð af því hver a.m.k. leiðir nefndina:

Af ruv.is:

. Meðal annars er lagt til að skatthlutfall fyrirtækja verði áfram 18% en skatthlutfall lækki í 10% á þeim hagnaði umfram 15 miljónir króna. Það eigi að koma í veg fyrir að stór fyrirtæki flytji rekstur úr landi og um leið að laða fyrirtæki til landsins. Þá er einnig lagt til að fjármagnsgreiðslur milli landa verði almennt undanþegnar skattskyldu en það gæti haft gríðarleg áhrif.

Það sem sérstaklega vekur alltaf athygli mína þegar ég les svona er sú staðreynd að tekjuskattar eru hærri allstaðar í kring um okkur nema kannski í Monakó og Kýpur. Og þangað flykkjast millarnir í Evrópu til að sleppa að borga til samfélagsins sem er að skapa þeim hluta af þessum auð.

Nefndin er semsagt að reyfa að við verðum svona land þangað sem fyrirtækin flýja til með því að stofna skúffufyrirtæki hér til að sleppa við skatta. Sé samt ekki á þessu Karbískueyjum sem eru skattaskjól að almenningur bú neitt sérstaklega vel. Enda eru peningarnir aðeins geymdir þar að nafninu til og notaðir annarrstaðar.

Meira af ruv.is

Einnig er lagt til að efnameiri einstaklingum verðu auðvaldað að flytja skattalega heimilisfesti sína til landsins.

Þetta er eðlileg tillaga frá nefnd þar sem formaðurinn er með yfir 20 milljónir í laun á mánuði.

Þetta hlýtur að vekja upp spurningar hjá fleirum en mér. Er þetta hugsunin um að við verðum að vera góð við þá sem eru ríkir því að þá gætum við fengið smá mola af borði þeirra? Og síðan mundu þeir heimta meira innan tíðar, því annnars færu þeir. Og á endanum yrði hér stétt milljarðamæringar sem ekkert legðu til samfélagsins. Sannkölluð yfirstétt.

Er það svona sem viljum? Nei held ekki!


mbl.is Alþjóðleg fjármálastarfsemi hér gæti skapað miklar tekjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband