Leita í fréttum mbl.is

Ríkissjóður ætlar að taka risalán

Bíddu var ekki verið að segja okkur að skuldi ríkisins væru lágar og það væri nauðsynlegt vegna aukinna skulda fyrirtækja. Svo er tilkynnt um þetta allt í einu í dag. Daginn eftir að ríkissjóður fær Lánsmat hjá Fitch Ratings. Takið sérstaklega eftir rauðletraðu orðunum 

Ruv.is

 Fréttir » Frétt
 
Fyrst birt: 10.11.2006 07:43Skjaldamerki
Síðast uppfært: 10.11.2006 11:16
Lánshæfismat ríkissjóðs staðfest
Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur staðfest lánshæfiseinkunn ríkissjóðs en telur horfur fyrir matið neikvæðar.
Fitch bendir á að íslenska hagkerfið sé enn mjög skuldsett. Stóriðjuframkvæmdir hafi reynt mikið á þjóðhagslegan stöðugleika og breytingar á húsnæðismarkaði hér hafi enn aukið vandann. Þá hafi hröð útrás íslenskra banka og annarra fyrirtækja, með skammtímalánum á erlendum mörkuðum, einnig haft áhrif.
Fitch telur að enn sé nokkuð í að jafnvægi náist í íslenska hagkerfinu og bendir á að Ísland sé hið skuldugasta þeirra landa sem fyrirtækið metur lánshæfi hjá. Það, ásamt miklu ójafnvægi í hagkerfinu geri landið berskjaldað fyrir ytri áföllum, eins og vaxtahækkunum erlendis og viðhorfsbreytingum erlendra fjárfesta. Hins vegar sé hér pólitískur stöðugleiki, staða ríkisfjármála sterk og hér sé flotgengi. Það búi hagkerfið betur undir ágjöf en ella.
Síðan í dag kemur þetta:

Ríkissjóður ætlar að taka risalán

PeningarRíkissjóður hyggst á næstu vikum taka stærsta lán í sögunni til að verja hagkerfið áföllum. Erlendir fjölmiðlar hafa túlkað lántökuna á þann veg að Seðlabankinn búist við efnahagskreppu. Eiríkur Guðnason seðlabankastjóri vísar slíkum túlkunum á bug.

Seðlabankinn hefur falið þremur alþjóðlegum bönkum, Barclays Capital, Citigroup og Dresdner Kleinwort, að annast útgáfu á íslenskum skuldabréfum sem gefin verða út í evrum. Útgáfunnar er vænst síðar í þessum mánuði. Enn hefur ekki verið ákveðið hvað verðmæti skuldabréfanna verður en ætlunin er að allt að tvöfalda gjaldeyrisforða Seðlabankans. Hann nemur nú jafnvirði um 70 miljarða króna. Skuldabréfaútgáfan yrði því stærsta lán sem ríkissjóður hefur tekið segir Eiríkur Guðnason seðlabankastjóri.

Hagfræðingar sem fréttastofa Útvarps ræddi taka undir orð Eiríks og segja að geysileg stækkun íslenska fjármálageirans á undanförnum árum krefjist þess að gjaldeyrisforðinn verði aukinn. Góð gjaldeyrisstaða geti forðað hagkerfinu frá áföllum.

Nokkrir erlendir fjölmiðlar hafa þó hent fréttir af skuldabréfaútgáfunni á lofti og talið hana til marks um það að Seðlabankinn búist við efnahagskreppu á Íslandi og snúist nú til varnar. Eiríkur segir það af og frá.

Athygli vekur að Seðlabankinn skuli taka stærsta lán í sögu ríkissjóðs á sama tíma og matsfyrirtækið Fitch Ratings varar við því að skuldir Íslands nemi nú rúmlega þreföldum erlendum tekjum landsins. Eiríkur segir hins vegar að skuldastaða ríkissjóðs sé góð, og aukinn gjaldeyrisforði verði aðeins til að auka trú fjárfesta á íslenska fjármálakerfinu..
Ég bara skil þetta ekki. Held samt að eitthvað mikið búi þarna undir. Einhverjir fyrirsjáalegir atburðir eins og að einhverjir séu kannski að fara innleysa eitthvað af þessum peningarbréfum sem útlendingar hafa verið að kaupa fyrir hundruð milljarða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband