Leita í fréttum mbl.is

Þessi frétt er algjörlega á skjön við frétt á visir.is

Fréttin á www.visir.is er bara allt önnur en hún er svona:

Af vettvangi

Andri Ólafsson skrifar:

Íslendingurinn sem varð fyrir árás inn í söluturninn Bobby´s Kiosk í Kaupmannahöfn gær var "út úr heiminum" þegar hann kom þangað inn.

Þetta segir vitni að árásinni. Vitnið sá Ragnar Davíð Bjarnason stunginn sjö sinnum með hníf. Ragnar var einnig barinn með járnstöng.

Vitnið segir að Ragnar og félagi hans hafi komið ofurölvi inn í söluturninn og að þeir hafi verið afar ófriðsamlegir. Þegar þeir hafi svo byrjað að hreyta rasískum ummælum í átt að verslunareigandanum og vini hans hafi upp úr soðið.

Til átaka hafi komið sem enduðu með því að verslunareigandinn tók upp járnstöng en 17 ára vinur hans lagði til Ragnars með hníf með fyrrgreindum afleiðingum.

Athygli vekur að hvorki verslunareigandinn, né vinur hans sem lagði til Ragnars, voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald.

Þeir voru þess í stað leystir úr haldi af dómara. Sú ákvörðun var byggð á frásögn vitnissins sem vitnað er til hér að ofan. Dómari sagði að verslunareigandinn og vinur hans hafi beitt hnífnum og járnstönginni í sjálfsvörn.

Athygli vekur að framburður íslendingsins sem var í för með Ragnari fær ekki stoð í eftirlitsmyndavélum verslunarinnar né í framburði annara vitna. Lögreglan í Kaupmannahöfn segist ætla að yfirheyra hann aftur. Þá ætlar lögreglan einnig að taka skýrslu af Ragnari en hann hefur verið of kvalinn í dag til þess að treysta sér í skýrslutöku.

Eins og Vísir greindi frá í dag er Ragnar Davíð ekki alls ókunnugur hnífárásum því hann var árið 2000 dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir til raun til manndráps. Ragnar stakk mann tvisvar sinnum í síðuna með veiðihníf með þeim afleiðingum að maðurinn hlaut miklar blæðingar.

Bendi líka á þessa frétt

Ef að þessi drengur er 17 eins og stendur hér í frétt á mbl.is  hefur hann varla verið 18 ára árið 2000.

Spurning hvort að Danir fari ekki að ráðurm Frjálslyndra og biðji um sakavottorð há íslendingum sem vilja koma inn í Danmörk.


mbl.is Árásarmenn ekki í gæsluvarðhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann var 17 ára árið 2000 en 25 ára í dag. Annars er það alveg merkilegt að þið jafnaðarmenn skulið ekki fordæma þessa árás en það hefðuð þið svo sannarlega gert hefði kynþáttahlutverkunum verið snúið við. Fjandinn hafi það, þið hefðuð örugglega látið kerti fljóta í tjörninni.

Johnny Rebel (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 22:15

2 identicon

Villan í fréttinni á mbl er að það voru árásarmennirnir sem voru 17 og 21 en ekki Íslendingarnir. Íslendingurinn sem ráðist var á er 25 ára.

Johnny Rebel (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 22:19

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég fordæmi allt ofbeldi andlegt og líkamlegt. Fordæmi líka einstaklinga edrú eða ölvaða sem geta ekki látið vera að stofna til láta og nota til þess rasisma og annað sem hægt er að nota til að skapa sér slagsmál. Ef að þetta er raunin þá fordæmi ég alla þessa aðila að þessu atviki.

Magnús Helgi Björgvinsson, 28.5.2008 kl. 22:24

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og ég held að dómari þurfi að hafa haft ríka ástæðu til að úrskurða að þessir aðilar þyrftu ekki að fara í gæsluvarðhald.

Magnús Helgi Björgvinsson, 28.5.2008 kl. 22:26

5 identicon

Yfirleitt byrja slagsmál með rifrildi. Það skiptir engu máli hvort um rasisma er að ræða eða ekki. Það getur ekki talist ásættanlegt að árásarmennirnir sleppi vegna þess, að þeirra eigin sögn, þeir sættu rasisma frá fórnarlambinu.

Eins og þetta lítur út í fréttum sýnist mér dómarinn hafi látið mennina sleppa með lífshættulega árás vegna þess að maðurinn kallaði þá einhverjum nöfnum. Þýðir þetta að menn í Danmörku megi næstum drepa menn út af einhverju sem þeir móðgast yfir?

Johnny Rebel (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 22:36

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hef nú frekar heyrt að danir séu með strangari dómara en hér. Bíð eftir að heyra alla söguna. Svo eru þeir búnir að játa sinn þátt. Og ef það er rétt hjá dómaranum að þetta hafi verið sjálfsvörn og það stutt með myndum úr eftirlitsmyndavélum.

Mynni á að þessi Ragnar hefur nú sjálfur beitt hnífum hann var jú dæmdur í 3,5 ára fangelsi fyrir að stinga mann hér árið 2000 tvívegis

Efirfarandi er úr frétt á DV

Ragnar, sem nú er 25 ára, fékk dóm fyrir árás sem átti sér stað aðfaranótt þriðja nóvember árið 1999 í Hafnarstræti. Fórnarlamb þeirrar árásar hlaut miklar innvortis blæðingar sem stöðvaðar voru í aðgerð stuttu síða en þá reyndust vera 900 millílítrar af blóði í kviðarholi hans. Þá var Ragnar einnig dæmdur fyrir önnur ofbeldisbrot.

Magnús Helgi Björgvinsson, 28.5.2008 kl. 22:42

7 identicon

Mér finnst rannsóknin þá ganga ansi fljótt fyrir sig og málið mjög lítið rannsakað.

Við getum varla dæmt Ragnar sekan fyrir það að hafa framið árás sjálfur þegar hann var reyndar enn barn skv. lögum. 

Johnny Rebel (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 22:53

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Úrskurði dómara hefur veirð áfrýjað þannig að kannski verða þeir að lokum settir í varðhald.

Hann var nú samt dæmdur þó það afsaki ekki árás á hann. En ég bíð eftir frekari fréttum af þessu máli

Magnús Helgi Björgvinsson, 28.5.2008 kl. 23:20

9 identicon

Ég bíð spenntur :)

Johnny Rebel (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 23:48

10 identicon

eg verð nu bara að segja eitt að malið er ekki einsog sagt er i frettunum og að ragnar er ekki rasisti og þessi aras 1999 var gerð i sjalfsvörn en ekki af tilsetu raði og það afsakar ekki að hann se half drepin i danaveldi og ekkert gert

frekjan (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 01:45

11 Smámynd: The Jackal

"Mér finnst rannsóknin þá ganga ansi fljótt fyrir sig og málið mjög lítið rannsakað.

Við getum varla dæmt Ragnar sekan fyrir það að hafa framið árás sjálfur þegar hann var reyndar enn barn skv. lögum. "

En ef hann hefði verið svartur? Væri þetta þá ekki allt í lagi? Þú þarft ekki að svara mér, bara að hugsa um þetta.

The Jackal, 29.5.2008 kl. 16:43

12 identicon

Já ég skal hugsa þetta en þú mátt reyna að giska á svarið mitt

Johnny Rebel (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband