Leita í fréttum mbl.is

Það má sjá að prófkjörið í Suðurlandi setur Sjálfstæðismenn i vanda.

Var að lesa bloggið hans Andrésar Magnússonar blaðamanns. EN hann hefur nú aldrei farið leynt með að hann fylgir Sjálfstæðisflokknum að málum. Í blogginu hans kemur fram að hann telur að sig geta orðið í vandræðum með að kjósa flokkinn í vor því að atkvæði greitt í Reykjavík getur tryggt manni af Suðurlandi uppbótar þingsæti.

Hann segir svo m.a. í bloggi sínu:

„Úrslitin í prófkjöri sjálfstæðismanna á Suðurlandi komu mér að mörgu leyti í opna skjöldu. Drífa Hjartardóttir á Keldum húrraði niður listann og Guðjón Hjörleifsson sömuleiðis. Ég fæ ekki séð að það hafi verðskuldað fall hjá þeim. Eins finnst mér verra að Gunnar Örlygsson hafi ekki fengið betri útkomu í prófkjörinum, þó ekki væri nema vegna þess að ég tel að við eigum að fagna týndum sauðum."

Þarna finnst mér hann fljótur að gleyma. Gæti ekki verið að Vestmanneyingar séu enn sárir eftir að í ljós kom að Guðjón sólundaði miklu fé í gegnum Þróunarfélag Vestmanneyja til að kaupa fyrirtæki (Íslensk matvæli ef ég man rétt) sem kom síðan í ljós að gat aldrei borið sig og fór á hausinn á innan við 2 árum. Voru það ekki um 200 milljónir sem töpuðust þar. Eins voru einhver vafasöm hlutafjárloforð í þessu líka hjá Guðjóni. Og með Gunnar Örlygsson þá byrjað hann síðasta kjörtímabil á því að sitja af sér fangelsisdóm. Eitthvða með akstur og eins eitthvað í sambandi við kvótaviðskipti sem tengdurst honum.

Annars er þetta ágætar pælingar hjá honum. Sjá bloggið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband