Leita í fréttum mbl.is

Kveðjur til Guðrúnar fyrir vel unnin störf. EN samt!!!!

Ég hef verið að hugsa síðan að Anna þingmaður Norðurlands Vestra sagði að hún gæti ekk sagt til um hvort hún ætlaði að taka 3 sætið og nú þegar Guðrún hættir, um ástæður fólks fyrir að taka þátt í pólitík.

Ég hélt hér áður að það væri satt sem fólk segði að það væri að taka þátt í pólitík þar sem það stæði fyrir ákveðna pólitíska sanfæringu og hugmyndafræði og vili vinna henni brautargengi.

En með árunum hefur maður orðið aðeins vitrari og sér að stór hluti þingmanna ganga að mestu til þessara starfa eins og hverri annarri vinnu. Þó er það misjafnt. Þannig má sjá suma nota hvert tækifæri sem þeir fá til að koma sínum sjónamiðum á framfæri á meðan aðrir sjást ekki nema þegar nálgast kosningar. Það þarf að fylgjast vel með sjónvarpi frá þingi til að sjá nokkuð stórann hóp sem annars sést ekki. Þau mæta bara í vinnuna og sitja nefndarfundi en sjást að mestu ekki þess á milli. Þau skrifa lítið í blöð og almenningur heyrir því ekkert frá þeim. Þó eru þau kannski að vinna starfið sitt vel og af kosgæfni en bara ekki af eldmóði þess sem telur sinn málstað þann rétta.

Dæmi um menn sem eru duglegir að koma sínum málstað á framfæri eru t.d. Pétur Blöndal, Mörður Árnason, Össur, Ögmundur, Steingrímur og svo með hléum t.d. Magnús Þór eins og við höfum tekið eftir síðustu vikur. Hefur fólk t.d. tekið eftir að Drífa hafi verið áberandi síðustu ár? Eða Guðjón Vestmanneyingur (nema fyrir einhver axarsköft). Árni Johnsen var frægur fyrir það að hann hafði svo mikið að gera sem sendisveinn fyrir vini sína í Vestmannaeyjum að hann fékk vin sinn Matthías til að greiða atkvæði fyrir sig. Jón Gunnarsson man ég ekki eftir að hafa séð. Og svona væri hægt að týna til fjölda þingmanna. Sumir sjást eða heyrast bara ekki og skapa sér engan vettvang til þess. Þó hafa þau tækifæri til þess: Þau geta tjáð sig á þingi, skrifað í blöð, komið sér í fjölmiðla og gert eins og margir gera notað sér netið.

Því er ég á því að ég mundi dást að fólki sem kæmi illa út úr prófkjöri að það væri sko alls ekki hætt heldur mundi vinna að hugsjónum sínum og hagsmunum flokks síns með öllum þeim ráðum sem biðust. Þó ekki sé um þingsæti lengur að ræða.  Það væri sterkara.

Annað finnst mér vera að gefa í skin að fólk sé í þessu fyrir peninga og status.  En að sjálfssögðu hafa allir rétt á að hætta. Þá væri réttara að gera það fyrir prófkjör!


mbl.is Guðrún hættir afskiptum af stjórnmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband