Leita í fréttum mbl.is

Tapað - fundið1,7 milljarður í forvarnarstarf gegn eiturlyfjurm - hvar lentu þeir peningar?

Skoðið þessa frétt hér fyrir neðan. Skemmtilega málefnalegur eða hitt þó heldur hann Guðni Ágústsson og eins þá findist mér fróðlegt að einhver fjölmiðill færi út í að athuga í hvað þessi 1.7 ,milljarður (sem Sæunn talar um að hafi verið ráðstafað í þennan málaflokk) hefur farið:

Af ruv.is

Alþingi: Meint svik Framsóknar rædd

Framsóknarflokkurinn bar af sér sakir á Alþingi í dag um að hafa svikið loforð um miljarðs framlag til fíkniefnaforvarna á kjörtímabilinu. Kveikjan að umræðunni voru ummæli Björgvins G. Sigurðssonar Samfylkingu sem sakar Framsóknarflokkinn um svik. Landbúnaðaráðherra sagði Björgvin ljúga og það gengi ekki á Suðurlandi þar sem stjórnmálamönnum væri kennt að segja sannleikann.

Björgvin hefur að undanförnu fullyrt að mjög hafi skort á átak gegn fíkniefnavandanum sem Framsóknarflokkurinn auglýsti fyrir síðustu kosningar til að gera Ísland fíkniefnalaust meðan vandinn hafi vaxið. Sæunn Stefánsdóttir, Framsókn, tók málið upp og fór yfir framlög til fíkniefnamála hjá öllum ráðuneytum og komast að því að samanlagt næmu þau hærri fjárhæð en lofað var eða 1,7 miljarði króna og taldi hún málefnafátækt einkenna málflutning Björgvins.

Björgvin sagði nálgun Sæunnar útúrsnúninga og talnaleiki sem væri til lítils meðan sprenging væri í neyslu ólöglegra fíkniefna. Landbúnaðarráðherra sagði málflutning Björgvins alls ekki ganga upp á Suðurlandi því þar hafi menn tamið sér að segja satt og kennt stjórnmálamönnum það.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Sæmundsdóttir

 Þessi setning slá mig töluvert.....       Landbúnaðaráðherra sagði Björgvin ljúga og það gengi ekki á Suðurlandi þar sem stjórnmálamönnum væri kennt að segja sannleikann......... ER ekki Árni J á sama svæði ??? Þessi tæknileg mistök hjá Árna hafa kanski smitað út frá sér og orðin tæknileg bilum í útreikningi hjá framsókn. 

Sigrún Sæmundsdóttir, 14.11.2006 kl. 22:34

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Jam það er þá spurning hvað það er sem kallað er lygi á Suðurlandi. Það er sennilega eitthvað allt annað en hér í Höfuðborginni. Skýrir kannski af hverju Guðni segir alltaf að landbúnaðarkerfið hér með ríkisstyrkjum sé frábært og ekkert megi þar breyta.

Magnús Helgi Björgvinsson, 14.11.2006 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Af mbl.is

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband