Leita í fréttum mbl.is

Fyrirbyggjandi árásir

Ég var að lesa inn á visir.is ummæli eftir vin minn Bush:

 

Vísir, 14. nóv. 2006 23:35

Bush1Ekki hægt að útiloka fyrirbyggjandi árásir

Bandaríkin eða aðrar þjóðir verða að íhuga möguleikann á fyrirbyggjandi árás ef Íran eða Norður-Kórea halda áfram að sækjast eftir kjarnorkuvopnum. Þessu skýrði háttsettur embættismaður innan bandarísku stjórnarinnar frá í kvöld.

Bandaríkin og bandamenn þeirra hafa sakað löndin tvö um ætla sér að koma upp kjarnorkuvopnum en Íranir neita þeim ásökunum. Embættismaðurinn, sem talaði gegn því skilyrði að ekki yrði skýrt frá því hver hann væri, sagði að önnur ríki á þessum svæðum gætu farið að íhuga kjarnorkuvopnaeign ef þessi tvö ríki héldu áfram með áætlanir sínar. Þess vegna væri ekki hægt að útiloka fyrirbyggjandi árásir á þau í framtíðinni.

George W. Bush hefur sagt að hann styðji viðræður en hefur þó ekki útilokað hernaðaraðgerðir gegn Írönum enn. Sérfræðingar segja að árás á búnað Írana til kjarnorkuframleiðslu myndi aðeins seinka áætlunum þeirra um 4 ár. Sumir halda að Ísrael eigi eftir að gera loftárásir á búnaðinn ef Íranar halda áfram að ögra þeim en Íranar hafa sagt að þeir myndu svara slíkri árás um leið.

Hann er en við sama heygarðshornið. Ætlar hann aldrei að læra. Hverju hafa fyrirbyggjandi árásir hans skilað okkur hingað til. Í Afganistan eru enþá fjölmennt erlent herlið til að koma í veg fyrir borgarastyrjöld og sífellt er verið að drepa fólk. Ástandið í Írak er verra. Það er spurning hvernig þetta verður ef að ráðist verður á Íran og Norður Kóreu. Þá verða væntanlega hundruð þúsunda hermanna bundnir þar m.a. frá Bandaríkjunum. Á endanum verður megin hluti hermanna Bandaríkjani í löndum sem þeir eru búnir að hernema.

Hvernig væri nú að fara að leita annarra leiða til sátta við þessi lönd. Aðferða sem byggjast ekki á því að: Gera eins og Bandaríkin vilja, heldur á samkomulagi og samvinnu að sameiginlegu markmiði sem er friður í heiminum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband