Leita í fréttum mbl.is

Ástandið í efnahagsmálum Íslands - Davíð að kenna

Mér finnst nú að þessi frétt fái ekki nóga athygli. Þarna er maður sem hefur skoðað ástandið á Íslandi vel. Hann segir:

Wade rekur vandann aftur til einkavæðingar íslensku ríkisbankanna. “Bankarnir voru einkavæddir á pólitískum forsendum og á fljótfærnislegan hátt  í kring um árið 2000. Þeir voru seldir fólki sem hafði náin tengsl við stjórnmálaflokkana í samsteypustjórn íhaldsflokkanna (Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk) en höfðu litla þekkingu á nútímalegum rekstri banka. Toppstöðurnar í Seðlabankanum og fjármálaráðuneytinu voru skipaðar fólki sem kaus lítil afskipti ríkisins af framvindu mála.”

Einkabankar sem vogunarsjóðir

Wade heldur áfram og segir að á endanum hafi einkavæddir bankarnir farið að hegða sér sem vogunarsjóðir. Seðlabankinn hafi bundið eigin hendur og haldið sig einvörðungu við breytingar á stýrivöxtum. Hann hafi gefið upp á bátinn möguleikann á því að hafa áhrif á bindiskyldu bankanna á þeim grundvelli að bankarnir hafi sjálfir verið mótfallnir slíku. Þá hafi Seðlabankinn einnig látið undir höfuð leggjast að beita fortölum eða siðferðislegu aðhaldi.
Öll þessi lausung hafi loks orðið til þess að íslensk fyrirtæki og heimili hafi steypt sér af alefli út í hömlulaust lánasukk rétt eins og aldrei kæmi að skuldadögum. “Nú eru skuldir  þjóðarinnar slíkar að þær kaffæra möguleika Seðlabankans á því að bregðast við sem lánveitandi til þrautavara. Aðrir seðlabankar á Norðurlöndum hafa séð sig til knúna til þess að hlaupa undir bagga af ótta við að efnahagshremmingar Íslendinga gætu skaðað þeirra eigin bankakerfi.” (af dv.is)

Hann sem sagt heldur því fram fullum fetum sem margir hafa sagt hér í gegnum tíðina að undirrót ástandsins í dag sé einkavinavæðing bankana.  Þar hafi mönnum verið færðir banakar  að gjöf og þeir ekkert kunnað fyrir sér í bankarekstri og notað þá eins og vogunarsjóði. Og er það ekki einmitt vogunarsjóðir sem í dag eru að leika sér með íslensku krónuna. 

Og það er vert að athuga það að það var Davíð sem stóð að sölu bankana á sínum tíma. Og skv. þessari grein heldur hann áfram að klúðra málum í Seðlabankanum. 

Er hetja Sjálfstæðisflokksins ekki aðeins að láta á sjá núna? 

 


mbl.is Rót vandans einkavæðing íslensku bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband