Leita í fréttum mbl.is

Frábær útskýring á stöðu bankana á mannamáli

Rakst á þessa skemmtilegu yfirferð um ástand bankamála hér og "excel" peninga. Þar kemur m.a. fram:

Niðurstaðan úr þessari formúlu er síðan sú að ef einhver leggur 100 krónur inn í banka (alvöru krónur, útgefnar af Seðlabankanum, ef hægt er að tala um krónur sem alvöru á þessum tímum), þá getur bankakerfið búið til 400 krónur til viðbótar í alls kyns lánum og 100 kallinn er allt í einu orðinn að 500 kalli í Excel.

Þannig átti þetta að virka og þýddi í raun og veru að menn gætu aldrei tapað meira en 5 sinnum það sem til var í eignum - gætu þar með tekið á sig talsverða ágjöf og átt séns á að borga það upp með raðgreiðslum ef illa færi.

En þetta þótti ekki nógu gróðavænlegt, þannig að menn þurftu að ýta snjóboltanum aðeins lengra.

Rýmkaðar reglur um bindiskyldu bjuggu til meiri Excel-peninga og þar að auki var slakað á regluverki í tengslum við banka og sparisjóði, af því að markaðurinn væri fullfær um að meta áhættu og gæti séð um sig sjálfur.

Og síðar

 

En núna eru allir þessir peningar horfnir, því enginn treystir því lengur að nein þessara afurða sé þess virði sem greitt var fyrir hana, eða einhvers virði yfirleitt.

Þannig að hér heima situr Landsbankinn uppi með það að hafa lánað mönnum til að kaupa Glitni, með veðum í bréfunum í Glitni. Sem þýðir á mannamáli að Landsbankinn á Glitni í raunveruleikanum. Landsbankinn á reyndar góðan slurk í FL Group líka (sem á hlut í Glitni, sem er væntanlega settur að veði fyrir öðrum skuldum FL Group hjá Landsbankanum og öðrum bönkum), sem þýðir að það eru í raun margir um hituna við að eiga Glitni, svona teknískt séð. Það eina sem kemur í veg fyrir blóðbað í þeim slag er sú staðreynd að akkúrat núna eiga allir nóg með sín prívatvandamál og enginn vill bæta á sig vandamálum Glitnis.

En útgangspunkturinn hjá mér í diskussjóninni var að þessir Excel-peningar sem fjármálageirinn bjó til upp úr engu eru of mikil upphæð til að taka á raðgreiðslum, hvort heldur sem litið er til fyrirtækjanna sem sinna einhvers konar verðmætasköpun eða fólksins í landinu. Það að borga upp þessar gerviskuldir með raunverulegum verðmætum væri ávísun á mörg leiðinleg og mögur ár - glötuð tækifæri heilla kynslóða til að láta kraft sinn og þor að veði fyrir betri heimi og betri lífsafkomu.

 

 En endilega lesið greinina í heild hún er fræðandi og skemmtileg


mbl.is Velta með hlutabréf dregst saman um 34%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband