Leita í fréttum mbl.is

Bless Valdimar Leó Friðriksson

Ég hef verið að velta fyrir mér möguleikum Valdimars nú þegar hann hefur sagt sig úr Samfylkingunni eftir að hafa lent í 14 sæti í prófkjöri.

Manni finnst það skrítið þegar þingmenn og þingmannsefni geta fundið sér farveg í öðrum flokkum. Þá fer maður ósjálfrátt að velta fyrir sér hvort að flokkar séu svo keimlíkir að það skipti ekki máli hvar maður fer það sé allstaðar sama hugmyndafræði og lífsskoðanir. Ég held ekki. Ég held að þó margt sé líkt þá sé samt áherslumunur á því sem flokkarnir standa fyrir.

T.d. má taka þjónustu við borgarana:

  • Vinstri Grænir vilja að sem mest af því sé veitt beint frá hinu opinbera.
  • Samfylking vill að þessi þjónusta sé öllu tryggð óháð efnahag en er opin  fyrir því að einkaaðilar annist hana ef það er betra fyrir þá sem þyggja og skilvirkara
  • Framsókn hefur verið í óðaönn að koma þessu til einkaaðila og helst vina sínna.
  • Sjálfstæðisflokkurinn vill að þeir sem njóta þjónustunar greiði fyrir. Og þessi í stað séu skattar lækkaðir og fólki falin sú ábyrgð að sjá um sig sjálft. Dæmi um þetta er t.d. aukin gjaldtaka á sjúkrahúsum og þannig.

Það sem ég er að fara með þessu er að þegar hann er að opna á að leita annað, er hann þá að boða það að hann hafi skipt um lífsskoðun?  Eða líta menn bara á flokka sem tæki til að klýfa upp metorðastiga og komast á þing. Hvernig er þá með hinn almenna flokksmann sem vinnur í flokknum af því að hann trúir á stefnu hans, er hann þá að vinna að framgangi hina ýmsu manna sem eru bara þarna til að vinna að þeim málum sem þeir hafa áhuga á, óháð stefnu flokksins? Hverning á þá fólk að geta kosið ákveðinn flokk, ef að hann vinnur ekki eftir þeirri stefnu og óskum flokksmanna?

Þetta vekur líka spurningar um kosningafyrirkomulag hér. Við sem kusum Samfylkingu í síðustu kosningum vorum að kjósa lista. Er það ekki móðgun við okkur og okkar atkvæði þegar að maður getur bara sagt sig úr flokknum og starfað sjálfstætti?  Það kaus engin þennan einsmanns flokk.


mbl.is Þingmaður Samfylkingar segir sig úr flokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband