Leita í fréttum mbl.is

Er þjóðin tilbúin að binda alla sína orku til frambúðar?

Á ruv.is fann ég eftirfarandi upplýsingar hafðar eftir orkumálastjóra:

Almennt er álitið að orkukostir Íslendinga nemi um 50 teravattstundum. Þá er bæði átt við nýtta og ónýtta virkjunarkosti og bæði vatnsafls- og jarðvarmavirkjanir. Þorkell Helgason orkumálastjóri segir að raforkunotkun álvera á Íslandi aukist úr 8,5 teravattsstund í um 17 teravattstundir árið 2008 þegar álver Alcoa á Reyðarfirði og stækkað álver Norðuráls á Grundartanga hafa hafið álframleiðslu. Árið 2015 gætu hins vegar 3 ný álver hafa bæst í hópinn: stækkað álver Alcan í Straumsvík, Álver Century Aluminium í Helguvík og nýtt álver Alcoa á Húsavík. Þorkell segir að þá væri raforkunotkun álveranna komin upp í um það bil 29 teravattstundir af þeim 50 sem talið er að þjóðin hafi til ráðstöfunar. Að óbreyttum forsendum er ekki talið að Hydro gæti hafið álframleiðslu hér á landi fyrr en eftir það. Áætla má að 100.000 tonna ársframleiðsla á ári kalli á 1,4 teravattsstund af raforku.

Með þessu 50 teravattstundum er átt við nær alla orku sem hægt er að virkja þar með Geysir og HYDROGullfoss. Nú þegar og ef öll þessi álver sem þegar er búið að ræðaum og eru nefnd hér að ofan þá eru um 60% af allri orku sem við getum unnið í dag bundið í álverum. Og ef HYDRO kæmi líka með sínar ýtrustu óskir um 600.000 tonna álver þá væri um 80% af orku sem við eigum möguleika á að framleiða bundin í áli. Hvað ef að næsta kynslóð eða þarnæsta vill fara að framleiða eitthvað annað. Hvað ef fer að kólna á Íslandi og við þurfum meiri orku fyrir okkur. Hvað ef okkur býðst að framleiða eitthvað arðbærara eða t.d. vetni í stórum skömmtum. Hvað þá? Þarf þá kannski að fara að nota kol hér á Íslandi eða Kjarnorku. Höfum við leyfi til að ráðstafa öllum orkunýtingarmöguleikum sem eru til hér?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband