Leita í fréttum mbl.is

Eitt af mörgu sem ríkisstjórnin hefur á sinni ábyrgð

Nú er komin formleg skýring á því afhverju að Ísland nýtti sér ekki möguleikan á að fresta frjálsu flæði vinnuafls frá 9 ríkjunum sem gengu í ESB. Eins og margt annað þá var það sérstaklega hagsmunir atvinnurekanda sem réði þar:

af ruv.is

Vinnumarkaðurinn þurfti útlendinga


Sæunn Stefánsdóttir

Sæunn Stefánsdóttir, alþingismaður og formaður, innflytjendaráðs,
segir að aðstæður á vinnumarkaði hafi kallað á að íslensk stjórnvöld nýttu ekki frest til að opna landið fyrir fólki frá nýju aðildarríkjum Evrópusambandsins.

Þetta var meðal þess sem kom fram á fundi sem samband ungra framsóknamanna hélt í kvöld um innflytjendamál. Innflytjendaráð segir stjórnvöld vinna að því að standa betur að móttöku nýrra Íslendinga

 

 

Hefði ekki verið sniðugt að undirbúa sig aðeins betur undir þetta. Og sér fólk ekki að þetta er m.a. gert til að hin almenni Íslenski launamaður fengi ekki of mikið af stækkandi kökunni. Það verður að tryggja að þeir sem ferðast um í einkaþotum og á 35 milljóna bílum þurfi ekki að slá af kröfum sínum til að geta keppt um vinnuafl með því að borga betur. Betra að flytja bara inn starfsfólk sem vinnur á strípuðum lámarkstöxtum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband