Leita í fréttum mbl.is

Bendi á flotta grein um brask og bókhaldsæfingar varðandi Sterling

Var að lesa grein á www.t24.is þar sem einmitt er verið að fjalla um brask íslendinga með þetta félag. Þar segir m.a.

8. júlí 2008

Hringekja Sterling og alltaf aukast verðmætin

Varla eru mörg fyrirtæki í heiminum sem hafa verið seld jafn oft á jafn stuttum tíma og Sterling Airlines. Og það sem meira er; seljendur hafa ekki gert mikið annað en græða milljarða (a.m.k. á bókum) þó aðeins nokkrir mánuðir hafi liðið á milli kaupsamninga. Ekki verður betur séð en að íslenskir athafnamenn séu öðrum fremri að selja fyrirtæki aftur og aftur, yfirleitt sín á milli, með verulegum hagnaði.

Kaup- og söluævintýrið hófst í mars 2005 þegar Fons, eignarhaldsfélag Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, keypti Sterling fyrir um fimm milljarða króna. Frá þeim tíma hefur flugfélagið gengið kaupum og sölu á milli tengdra aðila. Sjö mánuðum eftir kaupin seldi Fons, með smá fléttu, flugfélagið fyrir 14,6 milljarða króna til FL Group, sem rúmlega ári síðar seldi félagið aftur til nýs hlutafélag sem þar sem Fons var stærsti eigandinn fyrir 20 milljarða króna.

Síðar segir

En söluferlinu á Sterling var langt í frá lokið.

Northern Travel Holding (NTH) var stofnað undir lok ársins 2006 þegar allt lék í lyndi og engum datt í hug að íslenskir útrásarvíkingar gætu stígið feilspor. Í tilkynningu til Kauphallar greindi FL Group frá því að tekist hefði að snúa rekstri Sterling við og væri það því rökrétt framhald að selja flugfélagið inn í hið nýstofnaða félag NTH fyrir 20 milljarða króna. FL Group var meðal hluthafa NTH ásamt Fons og Sundi (sem síðar gekk út úr félaginu). Fons var stærsti hluthafinn og því aftur eigandi Sterling í gegnum NTH.

Og loks

En að minnsta kosti einu sinni enn hefur Sterling verið selt en í byrjun þessa mánaðar var tilkynnt að Fons hefði keypt FL út úr Northern Travel Holding - en FL heitir nú Stoðir. Þar með er fjórðu sölunni á Sterling á rúmum þremur árum lokið og flugfélagið aftur komið í eigu Fons, sem keypti flugfélagið upphaflega í mars 2005. Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp en Fons greiddi með hlutabréfum í Stoðum (FL Group) og hringnum hefur því verið lokað - að minnsta kosti í bili. [af www.t24.is nánar þá hér]

Þetta er náttúrulega bara fyndið. Fyrrum eigendur að kaupa fyrirtækið  á mun hærra verði og á  sama tíma er fyrirtækið í djúpri kreppu.

Endilega lesa greinina á www.t24.is hún lýsir þessu vel


mbl.is Uppsagnir hjá Sterling
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband