Leita í fréttum mbl.is

Held að Guðni sé ekki að skilja þetta með verðbólguna!

Manni hefur jú verið kennt það að verðbólga sé að stórum hluta komin til vegna þenslu. Á það var bent þegar ráðist var í Kárahnjúka og Reyðarál að því myndi fylgja þensla sem mundi leiða til verðbólguskots.

  • Framsókn og Sjálfstæðismenn fóru um leið í aðgerðir eins og að aflétta öllum hömlum af bönkum. Þeir voru einkavæddir af þeim létt ýmsum skildum m.a. bindiskyldunni að stórum hluta. Af því leiddi að allir sem vildu gátu fengið eins há lán og þeir vildu og bankarnir óðu í lánsfé frá útlöndum sem brann á þeim að endurlána til fyrirtækja og einstaklinga. Sem leiddi til að fyrirtæki og einstaklingar offjárfestu í ríku mæli  og skuldsettu sig.
  • Til að hamla á móti þenslunni reyndi Seðlabankinn að að hamla á móti eftirspurn eftir fjármagni og draga úr neyslu með því að auka stýrivexti. Þetta hefur svo aukið eftirspurn eftir krónubréfum þar sem að vaxtamunur er svo gríðarlegur.
  • Get ekki með nokkru móti séð að það að við tökum 500 milljarða á óhagstæðum kjörum geri nokkuð til að bjarga þessum málum. Þetta mundi jú létta undir með bönkunum en um leið yrði þetta til þess að auka þensluna enn frekar og þar af leiðandi yrði verðbólgan enn meiri. 
  • Eins ef að vextir yrðu lækkaðir um leið mundi það líka auka á þensluna og valda þrýstingi á aukinni lántöku einstaklinga og fyrirtækja og gera þau enn viðkvæmari fyrir verðbólgu. 
  • Þetta mundi líka verða til þess að laun mundu hækka verulega nú á næsta ári þegar samningar eru lausir.
  • Stóriðja strax mundi hafa sömu áhrif.

 

Það sem ég held að ríkið ætti að byrja á núna frekar er að

  • Lækka tímabundið álögur á bensín, lækka tolla á matvöru og aflétta innflutningshöftum. Þetta mundi skila sér strax í lækkun verðbólgu.
  • Síðan ætti ríkið af semja við aðila atvinnulífsins og verkalýðhreyfingu um hóflega samninga gegn því að vörur og þjónusta lítið bæði hjá ríki og einkaaðilum. 
  • Síðan þegar að lánamarkaður leyfi þá á að taka þetta lán. En um leið að auka bindiskyldu bankanna. Og gera þá ábyrgari fyrir sínum útlánum.  
  • Ekki flýta okkur í virkjunarmálum. Heldur leyta að nýtingu sem skilar okkur flestum störfum. Muna að nú eins og staðan er í dag er orka sífellt að verða verðmætari. Ekki gera samninga um gríðarlega orku til eins aðila til svo langs tíma eins og við gerum í dag. Hafa möguleika á að endurskoða samninga t.d. á 10 ára fresti.
  • Stilla framkæmdir þannig af í tímaröð að þær valdi ekki umtalsverðri þenslu.

mbl.is Þjóðin þarf festu í landstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband