Leita í fréttum mbl.is

Hvernig væri nú að menn færu að gera eitthvað til að fá botn í þetta mál?

Af hverju er verið að setja þetta í nefnd sem auðsjáanlega er gert að vinna þetta eins hægt og hún getur. Þ.e. ESB/evru?

  • Mér dettur t.d. í hug að fengið yrði eitthvað virt erlent fyrirtæki eða þá að um samvinnu innlendra aðila og erlendra yrði að ræða. Þeim væri gert að koma fram með upplýsingar á mannamáli sem almenningur skilur um kosti þess og galla að sækja um ESB eða ekki. Um að taka upp evru eða ekki. Og loks að leggja á það mat hvort að Íslensku þjóðinni yrði betur komið innan eða utan ESB.
  • Þessum aðilum yrði kannski gefnir svona um 3 til 4 mánuðir til að koma með gögn sem hægt er að leggja fyrir þjóðina. 
  • Þessi gögn á mannamáli væri hægt að vinna upp sem sjónvarpsþætti þar sem að fjallað yrði um málið frá öllum hliðum. Öll sjónarmið fengju að komast að og á heimasíðu samhliða gæti fólk komið fram með skoðanir og spurningar.
  • Þannig að eftir kannski 6 til 10 mánuði yrði þjóðin mun upplýstari um hvaða ákvarðanir henni fyndist að leggja ætti áherslu á varðandi ESB/evru.
  • Ef að þjóðin vildi að kannað yrði hver staða okkar væri í samningum við ESB og hvað við fengjum fram af því sem við leggjum áherslu á, þá yrði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort fara ætti í viðræður við ESB. Og síðan er náttúrulega skilda að leggja samning fyrir þjóðina að lokum svo hann öðlist gildi.

 

Þetta kjaftæði sem er í dag þjónar bara þeim tilgangi að halda aftur af raunverulegri umræðu um mál sem getur skipt almenning í þessu landi miklu máli. M..a væri gaman að einhver kannaði hvort og þá hvað hver fjölskylda er að borga í fórnarkosnað t.d. vexti, matarverði og hækkun lána vegna verðtryggingar og gengisfalls krónunar.

Eins eru flestir sem eru að tjá sig um þetta mál eru ekki að fjalla um þetta af þekkingu heldur tilfinningu. Það er ekki gott!


mbl.is Íslenska krónan vænlegust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband