Leita í fréttum mbl.is

Hversvegna er einkavæðingin og samkeppnin ekki að skila okkur betra verði.

Var ekki söngurinn þegar Síminn var seldur að það mundi skila sér til okkar í lægra verði og betri þjónustu?

  • Á Alþingi í dag kom fram að þjónusta Símans út á landi hefur dregist mikið saman og er sumstaðar komin á það stig að það jaðrar við að vera undir öryggismörkum
  • GSM símgjöld hér eru mun hærri en annarsstaðar
  • Einu gjöldin sem hafa staðið í stað eru heimasímar sem eru jú á undanhaldi og lítið notaðir

Gæti þetta verið vegna þess að samkeppnisyfirvöld og pósta og fjarskiptastofnun voru vanbúin til að takasta á við þetta?

Gæti þetta verið vegna þess að við Íslendingar erum svo ömurlegir neytendur sem láta bjóða sér hvað sem er og leyta ekki nóg þangað sem lægstu verðin eru?

Gæti þarna verið að símafyrirtækin séu með samkomulag (Þegjandi) milli sín um að reyna ekki að ná til sín nýjum viðskiptavinum með því að bjóða mun hagstæðari kjör?

Eini markaðurinn sem virkilega sýnir merki samkeppni eru internetveitur. Og þá eru það fyrirtæki eins og hive og btnet sem eru virkilega að bjóða magn og gæði fyrir mun lægra verð en stóru fyrirtækin. Reyndar held ég að btnet sé undirfyrirtæki Vodafone þannig að það er skrýtið að það geti boðið betur en stóra fyrirtækið.


mbl.is Deilt um hvernig einkavæðing fjarskiptaþjónustu hafi tekist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Örn Nielsen

Eðlilega situr fólk í dreifbílum ekki við sama borð og höfuðborgarbúar þegar kemur að þróun fjarskipta. Það fólk velur að búa á afskekktum stöðum og verður því að una þeirri þjónustu sem því býðst á hverjum stað. Aðstæður þeirra hafa þó alls ekki versnað þrátt fyrir að þróunin sé eðlilega hægari þar sem lítið af viðskiptum eiga sér stað.

Samkeppni á fjarskiptamarkaði hefur stóraukist. Ekki voru ókeypis símtöl innanlands í boði þegar Síminn var í ríkiseigu svo aðeins lítið dæmi sé tekið.

Samkeppnin á GSM markaði hefur einnig stóraukist og nú gefst farsímanotendum kleift að hringja í valin númer án endurgjalds og senda ótakmarkað magn af SMS skeytum. Til vitnis um samkeppni á þessum markaði má benda á fjölda eigenda farsíma nú og svo þegar Síminn var í ríkiseigu. Þar hefur verið hástökk í fjölda og erum við Íslendingar í hópi þeirra sem tileinka sér tækninýjungar einna fyrst.

Þú segir sjálfur frá samkeppni á internet markaði og finnst mér þú  fella titil þessarar færslu með því. Stærstu internetveiturnar eru jú Síminn, Vodafone og Hive þar sem blóðug samkeppni ríkir og ekki þarf að taka nein dæmi þar.

Hvað varðar samkeppnisyfirvöld þá eru þau algjörlega óþörf og ætti að leggja samkeppnisstofnun niður. Í samkeppni felast viðskipti og  markaðurinn er dómarinn þegar kemur að þeim.

Þessi endalausi and-einkavæðingahræðsluáróður stjórnarandstöðunar er í hæsta máta hlægilegur end á hann sér engin rök í raunveruleikanum.

Ólafur Örn Nielsen, 22.11.2006 kl. 13:39

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Samkeppnin hefur samt ekki virkað því við erum að greiða mun hærra fyrir GSM símtöl þrátt fyrir svona afsætti. Hér áður þegar Síminn var einn á markaði var það aftur þannig að símagjöld á Íslandi voru einna ódýrust í Evrópu.

Internet þjónusta stóru fyrirtækjana eru aftur á móti rándýr og fóru ekki að lækka fyrr en HIVE kom á markaðinn. Það sem ég óttast er að HIVE verði keypt af markaði.

Samkeppniseftirlit er samt í gangi allstaðar í heiminnum. Jafnvel í USA. Það er nokkuð ljóst að fyrirtæki leitast við að hámarka gróða sinn og með því að vinna kerfisbundið að því að eyða samkeppni. Þetta höfum við séð hér t.d. á tryggingarmarkaði þar sem að fyrirtæki sem eru að reyna að hasla sér völl eru flæmd af markaði. Síðan sitja þessi gamalgrónu fyrirtæki að markaði þar sem þegjandi samkomulag er um verð og ekki reynt að rugga bátnum.

Annað dæmi eru bankarnir. Maður sér ekki mun á lánakjörum hjá þeim þó þeir skili allir met hagnaði. Því held ég að 300.000 manna markaður sé ekki alltaf dæmigerður markaður til að samkeppni virki. Enda nokkuð ljóst að oft eru sömu eigendur að flestum þessara fyrirtækja. Oft bankarnir sjálfi og lífeyrissjóðir.

Magnús Helgi Björgvinsson, 22.11.2006 kl. 14:54

3 Smámynd: Ólafur Örn Nielsen

Nettengingar hafa aldrei verið ódýrari en nú og samkeppnin þar aldrei meiri. Með tilkomu Hive og lággjaldanetþjónustunnar BTnet hefur stríðið aldrei verið blóðugra.

Ég hlusta ekki einu sinni á það þegar þú segir að netþjónusta sé dýr. Það er bara einfaldlega ekki rétt. BTnet, fyrirtæki í eigu Vodafone býður m.a. sítengingu gegnum ADSL á 1.990 kr./mán.

Hvað varðar stöðnun á verðþróun símtalsverðskráa þá tel ég meginástæðuna vera að símafyrirtækin séu að halda uppi verðinu vegna þess að innan skamms mun internetið taka yfir og munu þá öll símtöl fara fram í gegnum nettengingar. Símafyrirtækin eru því að murka þennan markað áður en hann gengur þeim úr greipum og byggja upp á meðan öflugri netþjónustu og IP-símkerfi.

Hvað varðar athuasemd þína um samkeppniseftirlit þá er slíkt eftirlit óþarft ef lagalegur grundvöllur er fyrir því aðrir geti stofnað til slíkrar starfsemi. Ef tveir eða fleiri aðilar eru að halda verði langt yfir hagnaðarmörkum ætti að vera auðvelt fyrir nýjan aðila að koma á markað og bjóða upp á betra verð.

Ég bendi á umfjöllun um samkeppni á fjarskiptamarkaði:

http://nielsen.blog.is/blog/nielsen/entry/59392/

Ólafur Örn Nielsen, 22.11.2006 kl. 16:53

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þú hefur ekki lesið alveg rétt úr því sem ég skrifaði. Ég sagði einmitt að internetþjónusta væri að lækka en ekki hjá símanum og ogvodafone. HELDUR eru það einmitt HIVE og BTnet sem eru að keppa. Þar er maður að fá c.a. 8 faldan hraða miðað við verð heldur en hjá Símanum og Ogvodafone sem ættu þó að vera í bestu aðstæðunum til að bjóða hafstætt verð. Hér áður fyrr var til fjöldi fyrirtækja á þessum markaði Ogvodafone og Síminn eru búin að kaupa þau flest. Afhverju? Jú þau voru að keppa við þau. BTnet tilheyrir Ogvodafone. Afhverju skildi BTnet bjóða þjónsutu á lægra verði en Vodafone. Jú þeir eru að þjarma að HIVE og vertu viss um að þeir eða síminn verða búin að eignast hive innan tíðar.

Hér var fyrir nokkrum árum stofnuð lággjalda tryggingarfélag Íslandstrygging. Henni var lengi haldið út úr skráningaeyðublöðum varðandi bifreiðasölur. Loks var samkeppnisstofnun sem þvingaði þeirra nafn inn á þau. Þá fljótlega var tryggingarfélag á Akureyri keypt og breytt í lággjaldafélag til höfuðs þeim. EN þegar í ljós kom að fólk nýtti sér bæði félögin og fór að segja upp hjá gömlu risunum VÍS og TM og svo framvegis þá voru bara Íslandstrygging keypt sem og Vörður og nú býður fólk sam tryggir hjá þeim milli vonar og ótta um að tryggingar þar snarhækki

Mér finnst það nú ódýrt að vísa í lagalegan grundvöll Hann er nú til staðar en ekki hefur gengið anskotalaust að komast inn á markaði hér á landi. Eins og ég gat um í fyrri athugasemdinni. Þá veit ég t.d. Atlandsolíu var reynt að koma út af markaði sem og þegar Kanadíku Irwin bræður ætluðu að koma í hingað inn á bensín og olíumarkaðinn. Hér á Íslandi eru í raun ekki nema nokkrir aðila sem ráða stórum mörkuðum eins og bönkum, tryggingum, fjarskiptamörkuðum, matsölumörkuðum og svo framvegis. Sömu aðilar eru eigendur á öllum þessum sviðum og eins og ég áður sagði virðast passa að troða ekki hvor öðrum um tær en gæta að því að engin komist inn á markaðina með þeim.
Og til þess að aðrir geti tekið þátt þarf eftirlit með því að fyrirtæki fari að lögum og skapi ekki fjandsamlegt umhverfi eða komist í nær einokunarstöðu.

Magnús Helgi Björgvinsson, 22.11.2006 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband