Leita í fréttum mbl.is

Gunnar veit betur en bæjarbúar hvað þeim er fyrir bestu.

Það var skv. venju þegar maður hlustaði á viðtöl í kvöld við Gunnar. Þegar að borið var undir hann sú skoðun bæjarbúa í Kársnesi að samráð hefði ekki verið nema í mýflugu mynd þá sagði hann það ekki satt og fólk færi ekki með rétt mál. Þetta er skv. venju hjá honum. Hann lætur alltaf eins og hann sé verktaki sem er að reyna að koma í framkvæmd verki sem er umdeilt.  Viðbrögð hans mynna oft á vinnubrögð Landsvirkjunar þegar hún er að reyna að koma á umdeildum virkjunm.

Hann talar fjálglega nú um að stórskipahöfnin í Kársnesi verð lögð af. Það væri gaman að vita hvað mörg hundruð milljónum hann er búinn að eyða í þetta gæluverkefni sitt. En hann dreymdi um að gera þarna stóra höfn sem enginn annar nema hugsanlega Bykó vildi.

Gunnari væri holt að muna að hann er kjörinn bæjarfulltrúi til að framkvæma vilja bæjarbúa. Það er þeirra að ákveða hvernig bæ þeir vilja. Þeir sætta sig ekki til lengdar við að Gunnar sé með allskonar bolabrögðum að koma af stað framkvæmdum sem hennta vinum hans vertökum og fjárfestum sem kaupa lóðir og treysta á að Kópavogur hlaupi til að samþykki alla duttlunag þeirra. T.d. 30 hæða hús, mjög þétta byggð og svo framvegis.

P.s. Hlustaði á útvarp frá fundi bæjarstjórnar. Verð að segja að ég held að Ómar Stefánsson ætti að gera sjálfum sér greiða og hætta sjálfviljugur í pólitík.


mbl.is Samþykkt að auglýsa nýtt Kársnesskipulag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband