Leita í fréttum mbl.is

Furðuleg staða borgastjórnaflokks Framsóknar

Var að lesa eftirfarandi á www.eyjan.is  Þ.e að megnið af þeim sem voru framanlega á lista B-lista  2006 eru hætt.

Orðið á götunni er að óvenjulegt vandamál blasi við Framsóknarflokknum í Reykjavík ef Marsibil Sæmundardóttir, varaborgarfulltrúi stendur við yfirlýsingar sínar í Fréttablaðinu í morgun um að styðja ekki nýja meirihlutasamstarfið við Sjálfstæðisflokkinn. Hvorki fleiri né færri en fjórir af efstu sjö frambjóðendum B-listans við síðustu borgarstjórnarkosningar eru þá farnir fyrir borð - og er þá ekki tekin með í reikninginn sú staðreynd að Anna Kristinsdóttir afþakkaði sæti á listanum.

Marsibil Sæmundardóttir er nú fyrsti varamaður Óskars Bergssonar. Hún lenti í 4. sæti prófkjörs framsóknarmanna fyrir kosningarnar 2006. Óskar, sem nú er oddviti listans, lenti þar í þriðja sæti á eftir Birni Inga Hrafnssyni og Önnu Kristinsdóttur. Þau tvö eru ekki lengur starfandi - Anna sætti sig eins og fyrr sagði ekki við úrslit prófkjörsins en Björn Ingi sagði af sér í byrjun þessa árs eins og allir þekkja.

Í fimmta sæti prófkjörsins hafnaði Ásrún Kristinsdóttir, hönnuður. Hún skipaði svo fjórða sæti framboðslistans - þ.e. næsta sæti á eftir Marsibil. Orðið á götunni er að Ásrún sé nú búin að segja sig úr flokknum. Það hafi hún gert vegna óánægju með að hafa ekki fengið að takast á við nægilega mörg verkefni fyrir Reykjavíkurborg meðan Björn Ingi Hrafnsson var oddviti.

Í fimmta sæti framboðslistans var Steinarr Björnsson, læknir, en hann er fluttur úr landi og stundar nú nám í Svíþjóð.

Orðið á götunni er að það séu þess vegna horfur á því að frambjóðendurnir í 2. og 6. og 7. sæti B-listans verji vígið í nýja samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn. Sjötta sætið skipaði Helena Ólafsdóttir, knattspyrnukona og þjálfari KR, en þar á eftir er Gerður Hauksdóttir, mágkona formannsins Guðna Ágústssonar, en hún skipaði 7. sætið á B-listanum 2006.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband