Leita í fréttum mbl.is

Er ekki kominn tími til að gefa Sjálfstæðisflokknum bara frí frá valdastólum

Hef í kjölfarið á atburðum síðustu daga verið að velta fyrir mér hvort að það sé ekki að koma tími til að sjálfstæðiflokknum verið komið í frí frá völdum hér á landi. Þá á ég bæði við Borgina og í landsmálum.

Í borginni hefur hann sýnt vanmátt sinn svo um munar. Aðilar t.d. nú að þeir hafi ekki haft nóg samráð við framsókn í fyrra samstarfi þeirra. Gunnar Smári segir að endurskoðun á stjórnkerfi Reykjavíkur sé löngu tímabær og hafi í raun verið síðast gerð í tíð Þórólfs sem Sjálfstæðismenn hröktu frá völdum. Sjálfstæðismenn virðast vera fastir í gæluverkefnum eins og að reyna að koma velferðarmálum til einkaaðila og ekki lofar byrjunin þar góðu sbr. samningin sem þeir eru að reyna að koma á varðandi búsetu og þjónustu við fíkla. Man líka eftir svona verkefnum eins og þegar allt í einu átti að koma á 5 ára bekkjum í grunnskólum sem síðan reyndist alvarlega vanhugsað. Þá má nefna málefnasamninginn sem þeir gerðu við Ólaf F sem m.a. hefur kostað Reykvíkinga mörg hundruð milljarða. Nú í dag þegar nýr meirihluti ætlar að einbeita sér að atvinnumálum, byrja þeir á að gera samning við fyrirtæki frá Eystrasaltsríkjunum um byggingu skóla sem hefði skaffað um 100 störf. Þá má nefna að borgarfulltrúi telur það allt í lagi að þiggja 280 þúsund króna laun á mánuði fyrir að mæta á 2 fundi en vera að öðrul eyti í námi erlendis.

Sjálfstæðisflokkurinn á landsvísu er búinn að vera við völd síðan 1991. Þannig að ef fólk telur að ástandið hér fari versnandi er það alfarið vegna þess hvernig flokkurinn hefur mótað stefnunna og útfærstu hér síðustu 17 ár. Það er ekki eins og þeir hafi verið varaðir við hér í byrjun aldarinnar að verkefni af stærðargráðu Kárahnjúka og Reyðarál væru kannski of stór fyrir hagkerfið hér og mundi leiða til þenslu og síðar verðbólgu. Það var ekki eins og þeir væru ekki varaðir við að selja alla bankanna til fárra aðila sem ekki höfðu vit á bankarekstri gæti leitt til vandræða. Það var ekki eins og það væri ekki varað við því að það gæti verið hættulegt að lækka bindiskyldu bankanna gæti verið hættulegt til framtíðar.

Í raun hefur stjórn fjármála verið lítil sem engin og sjálfstæðismenn fylgt þeirri skoðun sinni sem mótuð var af Hannesi Hólmsteini að markaðurinn sjálfur mundi sjá til þess að stilla sig af.

Það er verið að pressa á að selja útlendingum aðgang að orkuauðlindum okkar á brunaútsölu á meðan að orkan allstaðar í heiminum er að hækka. Og þar fara sjálfstæðismenn fremstir.

Nú eru hugmyndir um ýmsa einkavæðingu líka hjá ríkinu í velferðar- og heilbrigðisþjónustu. Sem fólk hlýtur að átta sig á að til lengdar veldur því að við borgum mun hærri þjónustugjöld. Þó að lítið breytist í upphafi þá þekkjum við hvernig það verður. Ríkið semur við aðila um þjónustu, kostnaður hans eykst, ríkið er í aðhaldi, því verur viðkomandi leyft að hækka hlut sjúklings í formi hækkaðra komu/þjónustugjalda.

Væri ekki rétt að prófa í næstu kosningum hvort við gætum ekki átt:

Nokkur góð ár án Sjálfstæðisflokksins.

Við þurfu jú ekkert að hafa áhyggjur af hækjunni þeirra Framsókn hún deyr út.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það er að mínu mati full vægt að gefa Sjálfstæðisflokknum frí í einhvern stuttan tíma; það þarf að kveða þennan ófögnuð niður eins og hven annan hvimleiðan draug.

Jóhannes Ragnarsson, 17.8.2008 kl. 22:57

2 Smámynd: doddý

..það veit sá sem allt veit að vg og samfylking eru eins og tvær 4 ára stúlkur í leik... þær vilja báðar ráða og ekkert kemur í veg fyrir klofning á vinskap nema einhver þriðji sem betur veit og leiðir þær í átt að sannleika.

við elskum anarkí .. kv d

doddý, 18.8.2008 kl. 00:15

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það sem Samfylking og Vg ásamt öðrum í Reykjavíkurlistanum á sínum tíma var að setjast niður skoða stöðuna vel. Vinna að áætlunum og hrinti þeim í framkvæmd að vel athuguðu máli. Það var ekki eins og nú hlaupið út um allt og ákveða og framkæma fyrst og þurfa svo að renna á rassinn með þetta allt. T.d. REI máilið, ráðast í að kljúfa niður yfirstjórn menntamála í Reykjavík og stofna leikskólaráð aftur, ætla að byrja með 5 ára bekki sem reyndist svo ekk mögulegt og svo væri lengi hægt að telja upp.

Finnst þær lausnir sem byggja á samvinnu og samráði bæði milli kjörinna fulltrúa, starfmönnum bæjarfélagsins og íbúa vera það sem gefur besta raun til lengri tíma þó það takai í byrjun aðeins lengri tíma. Held að svona valdboðsleg stjórn sem byggir á því: " Ég náði að mynda meirihluta og því verðið þið bara að sætta ykkur við það sem ég vill gera. Þarf ekki að hlusta á þessa óbreyttu borgarbúa. Aðeins þá sem borguðu í kosnigasjóði xD" þetta finnst mér marka þessa krakka sem eru að reyna að halda saman D listanum í Reykjavík.

Magnús Helgi Björgvinsson, 18.8.2008 kl. 00:25

4 Smámynd: doddý

sæll maggi

ég er ekki meðfylgjandi neinni þeirri stjórnmálaskoðun sem getur ekki hneigt sig og skoðað sjálfa sig.   og -

ég er bara nokkuð sammála þér að d listinn ætti að stíga til hliðar, hins vegar er ekki neitt vit í að vera á móti öllu því sem heldur hagkerfi gangandi í nútíma samfélagi eins og vinstri öfgaöfl eru. við skulum ekki gleyma því hvaðan rafmagnið kemur og úr hverju gsm símar eru búnir til úr og hvað þarf til svo hægt sé að hringja inn á hálendi. mér dettur í hug sama tuggan varðandi heilbrigðiskerfið - fólk heimtar og heimtar (hluti sem það hefur heimtingu á) en ekkert á að kosta til. það er ekki bæði haldið og sleppt.

en hvað var það nú aftur sem lagði reykjavíkurlistann í rúst? það var hann sjálfur og engin annar ;) kv d

doddý, 18.8.2008 kl. 03:00

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Rafmagnið okkar er framleitt með orku sem er í raun takmörkuð auðlynd. Þ.e. það verður ekki endalaust hægt að auka framleiðslu á rafmagni. Það er með öllu óástættanlegt að mínu mati að við bindum hana alla við álver. Bæði af því að þau eru að fá hana hér á hálfvirði miðað við það sem þau greiða annarstaðar og eins að við verðum að skila til barna og barna barna möguleikum á eiga einhverja orku til að nota við atvinnusköpun. Því það er ljóst að okkur fjölgar með hverri kynslóð, en álbræðslan þróast þannig að það þarf færri og færri til að vinna þar.

Magnús Helgi Björgvinsson, 18.8.2008 kl. 08:35

6 Smámynd: Guðmundur Björn

Kommi Ragnars og Benedikt:  Hvernig var aftur lagið með Pálma Gunnars.....ÉG LIFI Í DRAUMI! 

Guðmundur Björn, 19.8.2008 kl. 21:01

7 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég man ekki eftir neinu lagi með Pálma Gunnars sem heitir: Ég lifi í draumi. Hinsvegar mæli ég eindregið með bloggsíðu Pálma Gunnars, ég er viss um að Gvendur Björn og fleiri hafa gott af að lesa hana upp til agna.

Minni svo á orð kommúnistans Johns Lennons: ,,You may say I´m a dreamer. But I´m not the only one."

Jóhannes Ragnarsson, 19.8.2008 kl. 21:58

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Held að Eyvi hafi sunigð "Ég lifi í draumi" Og Björvins Halldórs líka. Þó þetta komi málinu bara ekkert við.

Magnús Helgi Björgvinsson, 19.8.2008 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband