Leita í fréttum mbl.is

Hvað er Matthías Johannessen að hugsa

Ég var að lesa dagbókarfærslur sem Mattías er að birta á heimasíðu sinni www.matthias.is . Það er einmitt verið að fjalla um þetta t.d. www.visir.is í dag.

Þar er hann að vitna í einkasamtöl sín við Svavar Gestsson og lesningin er alveg rosaleg:

Hjörleifur sagði við Agnesi þegar þau voru samferða heim til Íslands og sátu saman í flugvélinni að Ólafur Ragnar Grímsson væri einskonar fjölmiðlafíkill og nú væri hann í réttu embætti því hann gæti ráðið því sjálfur hvenær hann væri í fjölmiðlum og hvenær ekki.
Hann væri sem sagt einskonar dagskrárstjóri sjálfs sín!!
Svavar talar um forsetann í svipuðum dúr. Hann segir að Ólafur hafi verið slæmur í peningamálum þegar hann var formaður Alþýðubandalagsins. Þá hafi hann haft Einar Karl Haraldsson að hjálparkokki. Hann hafi komið sér upp Visa-gullkorti í nafni Alþýðubandalagsins og notað það óspart.

„ Þegar Margrét Frímannsdóttir tók við flokknum bárust henni reikningar eins og skæðadrífa og hún vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Það var viðskilnaður Ólafs Ragnars. Þegar Margrét tók við af honum skuldaði Alþýðubandalagið 53 milljónir króna! segir Svavar. Ólafur Ragnar gerði þá samning við Landsbankann um að Alþýðubandalagið fengi 107 milljón króna lán og greiddi það með þeim 20 milljón króna árlegum afborgunum sem það fékk í blaðstyrki frá Alþingi ár hvert. Þar var tekið fram að Alþýðubandalagið greiddi þetta meðan Þjóðviljinn kæmi út, en hann dó drottni sínum einu og hálfu ári síðar, svo að Landsbankinn varð að afskrifa skuldina sem eftir var!
Svavar segist sjá eftir því í aðra röndina að hafa hætt á Þjóðviljanum. Hann er sannfærður um að blaðið hefði ekki lagt upp laupana, ef hann hefði haldið þar áfram. Um það skal ég ekkert segja, en tel það þó harla ósennilegt eins og komið var.
Svavar segir að Össur Skarphéðinsson, Óskar Vigfússon og Mörður Árnason hafi verið handbendi Ólafs Ragnars á Þjóðviljanum á sínum tíma. Ég held hann mundi gefa þeim öllum falleinkunn. Ólafur Ragnar er með falleinkunn, svo mikið er víst."

Og seinna segir Mattías:

„Þegar Svavar talaði um að hann væri undrandi á því hvað fjölmiðlar hefðu þyrmt Ólafi Ragnari þótt þeir hafi vitað undan og ofan af þessu ósiðlega fjármálabraski hans, sagði ég við hann, að ég hefði ekki fyrr heyrt orð af því sem hann hefði sagt. Ég hefði aftur á móti heyrt ávæning af því hvernig Ólafur hefði komið skuldum vegna forsetaframboðs síns inn í lánastofnanir, eða öllu heldur Landsbankann. Og ég minnti hann á það upphlaup sem varð fyrir forsetakosningarnar þegar Sigurður Helgason og fleiri birtu auglýsingar um pólitískt siðleysi Ólafs Ragnars á undanförnum áratugum. Þá hlupu menn upp til handa og fóta, ásökuðu Morgunblaðið fyrir að birta slíkt efni. Hringdu í okkur eins og úlfar og kröfðust afsökunar "

Og síðasta tilvinnun er svakaleg:

„Davíð hafði aftur á móti verulegar áhyggur af öðru máli. Hann sagði að það hefði komið 15 milljón króna reikningur í skrifstofu sendiherra Íslands í Washington sem fyrsta greiðsla fyrir læknismeðferð forsetafrúarinnar í Seattle. Enginn hefði minnzt á þetta einu orði og þeir Halldór Ásgrímsson vissu ekki hvernig með skyldi fara. Ef neitað yrði að greiða þá yrðu þeir úthrópaðir sem illmenni og yrðu að segja af sér, en ef greitt væri kæmi að sjálfsögðu að því að slíkar greiðslur þyrfti einnig að inna af hendi fyrir þá sjúklinga aðra, sem minna mega sín. Hann ætlar víst að láta Tryggingastofnunina kanna þetta mál til hlítar og ræða það síðan við forystumenn stjórnarandstöðunnar svo að hann sitji ekki uppi með hneykslismál að lokum.

Samfylking í þessu máli sé eina ráðið til að komast að einhverri niðurstöðu, svo óþægilegt sem þetta væri. Þetta er að sjálfsögðu á fárra vitorði eins og margt annað í stjórnsýslu okkar sem bezt er að hafa sem fæst orð um. En sendiherra Íslands í Washington, Jón Baldvin Hannibalsson, var víst fljótur að senda reikninginn heim til Reykjavíkur og vísa ákvörðunum frá sér til þeirra háu herra sem landinu stjórna."

Hvet fólk til að lesa þetta inn á www.matthias.is . Þarna er t.d. ljóst að allar ákvarðanir innan Sjálfstæðisflokksins fóru fram á skrifstofum Moggans.

Er ekki viss um að Svavar Gestsson og fleir séu Mattíasi neitt þakklátir fyrir þessi skrif og þarna þarf að kanna annara manna hliðar á þessu máli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband