Leita í fréttum mbl.is

Héldu menn að Ólafur færi þegjandi?

Þó að mér hafi nú ekki fundist mikið til Ólafs koma sér í lagi eftir að hann rauf Tjarnakvartetin og blinda ást hans á Reykjavíkurflugvelli, þá finnst mér bara alveg eðlilegt að maðurinn ætli sér að fara burt úr borgarstjórastóli með látum. Þar með að afhjúpa ýmsar fyrirætlanir nýs meirihluta. Þau voru jú búin að vara við að ýmsar aðgerðir í haust yrðu ekki vinsælar.

Þetta fólk þarna í x D hafði auðsjáanlega haldið að Ólafur labbaði bara burt og mundi ekki segja orð meir. Þetta sýnir að þau hugsa ekki málin til hlýtar

áður en þau framkvæma. Þau hafa ekki reynslu af stjórnun eða pólitískt nef. Þau hugsa bara að komast að völdum og halda sér þar, Þó þau viti að þau eru ekki að ráða við verkefnið.

 Mér finnst alveg furðulegt að öllum finnist það eðlilegt að kjörinn borgarfulltrúi ætli sér að sitja áfram í borgarstjórn þó hann flytji erlendis í 1 ár. Það hafa komið prófessorar og aðrir og minnt á að nú sé til símar, fjarfundabúnaður og tölvur. Eru þessir góðu menn að halda því fram að það sé í lagi að stjórna bara borginni frá útlöndum? Menn hafa nefnt Ingibjörgu Sólrúnu sem fór erlendis í 4 mánuði og sat í stjórninni á meðan. En það er kannski skiljanlegra þar sem hún hafði verið borgarstjóri í 9 ár þar á undan. En það afsakar ekki neitt. En ég tel að kjósendur eigi heimtingu á því að fólk sem ákveður að fara erlendis kalli inn varamenn. Finnst það svo sjálfssagt að manni hafði ekki dottið í hug að svona gæti gerst. Hvað er að því að kalla inn varamann. Þetta er ger á Alþingi og telst vera gott fyrir varamenn að fá reynslu sem kemur þeim til góða í farmtíðinni.

Svona þýðir bara að Reykjavík er að borga fyrir nám þeirra sem nýta sér þetta.


mbl.is Fjöldauppsagnir ekki á döfinni hjá borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband