Leita í fréttum mbl.is

Frábær árangur hjá strákunum! Nú þyrftu Frakkar að falla á lyfjaprófum

Um leið og ég óska Strákunum og Íslandi til hamingju með árangurinn, þá var mér að detta í hug að Frakka eins og allir sigurvegarar þurfa væntanlega að fara í lyfjapróf. Nú væri gaman ef einhver þar myndi falla á því.

En grínlaust þá var leikurinn i dag kannski engin skemmtun fyrir okkur. Íslendingar geta fyrst og fremst kennt því um að þeir voru duglegir við að skjóta Franska markmanninn í stuð. Sem og að samvinnan í vörninni var ekki eins og hún hefur verið best í mótinu. Þannig að það myndaðast oft stórt pláss fyrir þá að fara í geng á miðjunni.

23 varin skot hjá frökkum á móti 10 hjá okkur segir nokkuð. En samt náum við að halda Frökkum undir 30 mörkum.

En að 320 þúsund manna þjóð nái að mynda 15 manna hóp sem fer á Ólympíuleika og vinna silfur er frábært.  Á bakvið hver einstaklinga í liðinu hjá okkur eru um 22850 manns miðað við að við séum 320.00 en hjá Frökkum eru það 2.857.000 miðað við að þeir séu 40 milljónir: það þýðir að þeir hafa á 3 milljón manna hóp að velja úr hvern leikmann á meðan við erum að velja úr 23 þúsund manna hóp hvern einstakling í liðið.


mbl.is Íslendingar taka við silfrinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

hehehe.e.. alltaf sami púkinn í þér...

Margrét Ingibjörg Lindquist, 24.8.2008 kl. 13:44

2 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Þetta hlýtur að vera grín hjá þér með lyfjaprófið; að Frakkarnir falli. Þér getur ekki verið alvara, það vona ég.

Þeir eru vel að sigrinum komnir Frakkarnir, voru með langöflugasta lið mótsins. Og íslensku strákarnir náðu stórkostlegum árangri. Við erum væntanlega öll stolt af liðinu.

Svo eru Frakkar 63 milljónir en ekki 40!

Með kveðju frá Frakklandi

Ágúst Ásgeirsson, 25.8.2008 kl. 15:02

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Nei var bara að grínast. Var að hugsa um boðhlaupssveit Bandaríkjana sem missti gullið frá Sydney eða var það Aþenu  á þessu ári. vegna lyfjamála Marion Johns.  EN það er alveg rétt að Frakkar áttu sigurinn skilið fyrir framistöðu sína í leiknum að þessu sinni. Frábærir handboltamenn!

Magnús Helgi Björgvinsson, 25.8.2008 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband