Leita í fréttum mbl.is

Hélt að menn væru að græða svo mikið á rafmagni til stóriðju!

En úps virkjanirnar eru fjármagnaðar með lánum erlendis og þegar gengi krónunnar fellur er bara dúndrandi tap. Fyrir nokkrum árum áður en OR fór að virkja eins og brjálæðingar til að selja til stóriðju þá skiluðu þeir milljörðum til borgarinnar í formi hagnaðs. Þrátt fyrir mikla eignir þá skuldar OR nú 146 milljarða.

Það er nokkuð ljóst að það verða almennir notendur sem bera að lokum kostnaðinn ef tapið heldur áfram. Og Reykvíkingar skildu athuga það að þessi stóriðja er ekki innan borgarmarkana.

 


mbl.is Tap OR 16,4 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Hugsaður þér Össur og fleyri hefðu fengið að ráða og lagt einhverjar tugi ef ekki hundruð milljarða í orku ævintýri í asíu?

allt þetta tal ofur hagnað á þessu og hinu er eins og þegar allir áttu að verða ríki á Lax og Refa eldi.

Fannar frá Rifi, 30.8.2008 kl. 01:39

2 identicon

Það má til sanns vegar færa að ævintýramennska í orkusölu til stóriðju hefur aðeins valdið tapi og það jafnvel þótt almennir notendur séu búnir að niðurgreiða vextina. Það er hins vegar mikill munur á því og orkuverkefnum Íslendinga erlendis. Meðan menn mega teljast heppnir ef Hellisheiðarvirkjun er rekin á núllinu eru erlendar virkjanir að skila 20-30% arði. Meira vit væri því í að einbeita sér að virkjunum þar sem orkuverð er hátt fyrir en sölu til stóriðju hérlendis.

Ananias (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 12:33

3 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Varast ber að rugla saman fjárfestingum vegna stóriðju og annarra fjárfestinga.  Samningar í stóriðjunni eru ekki í íslenskum krónum svo hrun krónunar skaðar þá samninga. Hafa ber það sem sannara reynist.

Tryggvi L. Skjaldarson, 30.8.2008 kl. 22:02

4 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Hrun krónunar skaðar "EKKI" þá samninga. Átti að standa.

Tryggvi L. Skjaldarson, 30.8.2008 kl. 22:10

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég var nú aðallega að tala um lán sem OR hefur tekið til að byggja þessar virkjanir. Þau hafa hækkað við hrun krónunar. Nokkuð ljóst þar sem að nú er tapið á OR 16,4 milljarðar.  Og skuldir erlendis hjá OR eru 146 milljarðar. Sem þýðir um 1,35 milljón á hvern íbúa Reykjavíkur sem náttúrulega bera endanlega ábirgð á skuldunum.

Þetta fyrirtæki var að mestu skuldlaust áður en það fór að snúa sér að orkusölu til stóriðju.

Magnús Helgi Björgvinsson, 31.8.2008 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband