Leita í fréttum mbl.is

Verðtryggingu af!

Ísland er eina landið í heiminum held ég þar sem verðtrygging er nær alfarið á öllum lánum til lengri tíma. Ég hef alltaf talið að vextir væri það sem lánveitandi hefði sem tekjur af því að lána almennig peninga. En við tókum upp verðtryggingu á sínum tíma með því loforði að vextir hér yrðu mun lægri enn annarstaðar í staðinn. EN hvernig er staðan? Nú í dag lána bankar t.d. til íbúðakaupa með 7 til 8 prósent vöxtum og með verðtryggingu ef þeir lána á annað borð. Þetta þýðir að fólk er þá að borga nú í dag kannski 21% vextir nema að hluti þeirra er ekki innheimtur heldur legst við höfðustólinn og hækkar því afborganir næstu áratugina.

Bankar aftur fá sína peninga lánaða erlendis á 2 til 3% vöxtum. Því hirðir bankinn allan verðbótaþáttinn inn sem gróða til sín. Ég get tekið undir eftirfarandi orð Gísla Tryggvasonar talsmanns neyenda:

Ég hef einkum - en ekki eingöngu - gagnrýnt svonefnda verðtryggingu út frá tveimur sjónarmiðum - þannig að umfjöllun mín hefur ekki verið órökstudd

  • þó að ég hafi ekki komist að formlegri eða endanlegri niðurstöðu og
  • þótt sumir ljósvakamiðlar og jafnvel prentmiðlar klippi og skeri þegar þeir spyrja mig um svo flókið og umdeilt mál.

 

Í fyrsta lagi hef ég vakið athygli á því neytendasjónarmiði að óréttmætt sé að annar aðilinn, sá veikari, skuldarinn (oft neytandi) beri alla áhættuna af óvissum atburði - sem hann hefur enga stjórn á einn og sér, verðbólgunni; hinn aðilinn, t.d. banki, hefur hins vegar oft nokkkur áhrif á þenslu og þar með verðbólgu með athæfi sínu. Sú óskipta áhætta skuldarans er auk þess ekki háð neinum takmörkunum; maður gæti sagt:

 

"the sky is the limit." 

 

Þetta taka sumir lögfræðingar undir og stundum útlendingar - ef þeir skilja yfirleitt fyrirbærið sem ég er að reyna að lýsa. Mótrökin um að neytendur ávaxti líka fé eiga ekki fyllilega við að mínu mati þar eð þeir gera það ekki í atvinnuskyni - enda teldust þeir þá ekki neytendur samkvæmt skilgreiningu; neytendur sem ávaxta fé - annað hvort sem frjálsan sparnað eða (skyldu)bundinn lífeyrissparnað - gera það ávallt fyrir milligöngu sérfróðra aðila - svo sem banka og lífeyrissjóða - sem ströng skilyrði og ítarlegur lagarammi gildir um og verndar hann m.a. neytendur - auk samkeppnislögmála um bestu ávöxtun og markaðs- og efnahagslögmála um vaxtastig. 

 

Í öðru lagi hef ég haldið fram því efnahagslega sjónarmiði - sem vissulega er ekki á sérsviði mínu - að "verðtrygging" sé ekki bara lögvernduð afleiðing verðbólgu heldur líklega að nokkru leyti orsök hennar; sterkir aðilar á markaði hafa m.ö.o. ekki sérstakan hag af því að halda niðri verðbólgu því að þeir fá vextina ávallt (sem eru ekki lágir hérlendis) auk verð"bóta" ofaná - óháð sinni fjármögnun. Jafnvel kunna einhverjir að hafa hagnast af meiri verðbólgu án þess að ég hafi ennþá beinlínis leitað uppi slík dæmi
Sjá alla greina hér

 

Það er ófært að það séu lánþegar sem beri alla ábyrgð í þessu máli. Styð hugmynd Gísla að verðtrygging verði a.m.k. tekin út að hluta.  

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verðtrygging er beinlínis orsök meiri verðbólgu á Íslandi umfram önnur lönd.

Ástæðan fyrir því er að þá lána bankar almenningi og fyrirtækjum pening nánast óhindrað sem eikur verðbólgu.

Ef verðtrygging væri ekki þá væru bankar og fjármálafyrirtæki nauðbeygð til að aðstoða við halda verðbólgu innan eðlilegra marka til að vextir af lánum dekki þeirra kostnað og skapi ásættanlegan hagnað af stafseminni. Þetta er umhverfi sem Íslenskir bankar þekkja vel enda eru þeir að starfa í þessu umhverfi alla daga erlendis.

Það er nefnilega voða fátt sem er sér-Íslenskt og þess vegna er verðtrygging tímaskekkja sem á að hverfa.

Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband