Leita í fréttum mbl.is

Skuldir banka og fyrirtækja

Hef verið að velta fyrir mér eftir að Stöð 2 sló því fram í viðtali við Geir Haarde að skv. hálfs árs uppgjörum 11 eða 12 fyrirtækja sem þau litu á skulduðu þau um það bil 1.800 milljarða. Því finnst mér eðlilegt að velta fyrir sér nokkrum atriðum:

  • Er virkilega möguleiki á að þessi fyrirtæki geti einhvern tíma borgað upp þessi lán?
    • Er velta þeirra nóg til þess að einhvern tíma verði hægt að borga lánin.
    • Ef það er taprekstur á þeim t.d. núna hljóta skuldirnar að hækka en frekar
  • Mikið af þessum lánum eru erlend en samt skilst mér að meirihluti sé frá innlendum bönkum eða með þeirra atbeina. Eru starfsmenn þessara banka ekki með öllu mjalla? Eru þeir að lána svona háar upphæðir út á ótrygg veð eða spár einhverja misvitra greiningardeilda?
  • Mig minnir að samtals skuldi fyrirtæki um 8.000 milljarða erlendis. Er það ekki að segja okkur að nær öll þenslan, fjárfestingar  og kaupmáttaraukningin er tekin að láni. Og er ekki nokkuð ljóst að þar með verður ekki komist hjá niðursveiflum nærri sama hvað við framleiðum og seljum?
  • Er þetta ástand kannski vegna þess að sömu menn og voru að fá lánað svona gríðarlega eiga líka bankana?

 Er það síðan eðlilegt að við almenningur hlaupum svo þeim til hjálpar nú þegar veruleikin er farinn að blasa við?


mbl.is Engar róttækar breytingar á bankakerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

Við borgum alltaf fyrir þessi grey..

Gulli litli, 4.9.2008 kl. 00:14

2 identicon

Var að rekast á bloggið þitt og finnst áhugavert.  Margir góðir punktar hjá þér og í þessu tilviki því miður sennilega alltof sannir.  Mikið væri óskandi að fleiri spyrðu álíka spurninga.  Vona að haldir áfram á sömu braut.

ASE (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 01:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Af mbl.is

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband