Leita í fréttum mbl.is

Bankarnir - Áhættusæknir fjárfestingabankar

Fannst athyglisvert í 24 stundum í dag þar sem ítarlegri frétt er um þessi mál að greinandi UBS bankans sagð að íslensku bankarnir væru allt öðruvísi en aðrir banakar á Norðurlöndum. Því bankar hér væru í raun: Áhættusæknir alþjóðlegir fjárfestingarbankar.

Eins vekur athygli hvað Friðrik Már Baldursson, prófessor í Háskólanum í Reykjavík er alltaf tilbúinn að gera lítið úr sérfræðingum erlendis. Hann hefur bæði í fréttum og fleiru svarað þessum erlendu sérfræðingum á þessa leið að þeir viti bara ekkert um þetta. Eins hefur hann verið að gera lítið úr skoðunum Þorvaldar Gylfasonar. Það væri nú kannski hægt að skoða það sem Friðrik hefur haldið fram varðandi bankamál og efnahagsþróun hér. Held að það standist fátt af því sem hann hefur sagt eða spáð. 

Er furða að maður styðji það að þessum bönkum sé gert að aðskilja eðlilega viðskiptabanka starfsemi frá þessu braski.  

Bendi t.d. á þessa frétt af www.visir.is   

 

Vísir, 04. sep. 2008 08:09

Sparisjóður Suður-Þingeyinga nær einn um að hagnast

mynd

Á sama tímabili og helstu sparisjóðir landsins hafa tapað stórfé á rekstri sínum, skilar Sparisjóður Suður-Þingeyinga hagnaði upp á tæplega 53 milljónir, eftir fyrstu sex mánuði ársins.

Heildareignir sjóðsins eru rúmir þrír milljarðar króna og eigið fé 486 milljónir. Ari Teitsson bóndi á Hrísum og stjórnarformaður sjóðsins sagði í viðtali við Fréttastofuna í morgun að það væri óþolandi rugl að sparisjóðirnir geti ekki rekið sig.

Annars væri lykillinn að velgengni sparisjóðsins sá að hann á ekkert í Exista, er löngu búinn að selja hlut sinn í Kaupþingi og hefur ekki tekið erlend lán. Formúlan sé einföld: útlán takmarkist af innlánsfé og því sýni hagnaðartölurnar núna beinan hagnað af reglulegri starfssemi, án nokkurra bókhaldskúnsta.


mbl.is UBS: Eigendur banka veikasti hlekkur þeirra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er Svíi og gæti hafa verið hjá samkeppnisaðilum íslensku bankanna í Svíþjóð áður. Håkansson (Hakansson) er sænskt nafn.

Brjánn (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband