Leita í fréttum mbl.is

Auðvita bara 30 ferkílometra stórt lón inn á friðað land!

Alveg makalaust hvað Landsvirkjun leyfir sér. Af hverju halda menn að landsvæði sé á náttúruminjaskrá. Jú mikið rétt þetta er landsvæði sem er talið einstakt. Og allt þetta fyrir virkjun sem er ekki nema 45 megawattstundir. Eins þá þetta að vera miðlun fyrir virkjanir í Tungná og Þjósá. Finnst að það sé ekki ásættanlegt að skipuleggja og hanna virkjanir inn á friðlýst svæði eða svæði á náttúruminjaskrá. Og sérstaklega ekki þegra að virkjuninni fylgir manngert lón sem verður 6 stærsta vatn landsins. 

Þessi fyrirtæki verða að átta sig á að þau eru öll í almennings eign og þau verða bara að vinna í sátt við almenning í landinu.  Við verðum að fá tækifæri á að koma með heildstæða stefnu um hvar sé ástættanlegt að virkja og og hvar ekki. Því verki verður að hraða og þangað til verði ekki farið inn á svæði sem teljast óröskuð eða eða eru náttúruminjar. 


mbl.is Ný virkjun í undirbúningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Þarna er kominn versti kostur að miða við, þannig að hinir kostirnir líti betur út í samanburði.

Gestur Guðjónsson, 4.9.2008 kl. 23:04

2 identicon

Það er náttúrlega hægt að spara rafmagnið strákamínir. Tölvur, ofnar, ljós, hrærivélar, þurrkarar, sjónvörp og margt fleira. Einu sinni komust við öll af án þess að hafa rafmagn. Er ekki spurning um að nokkrir öfgasinnaðir reyni að hafa áhrif á landsvirkjun og minnka eftirspurnina á rafmagni. Þá kannski hætta þeir að gefa gaum í að virkja útum allt og vita ekki sitt rjúkandi ráð vegna allra afgangsorkuna. Hver veit ef nógu margir taka sig til að við náum bara Laxá aftur sem alvöru veiði á. Við höfum jú valdið sem neytendur.

Guðjón Ingi.. (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 23:37

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þessi virkjun með öllu því brambolti sem fylgir nær ekki einu sinni afköstum einnrar túrbínu Sigölduvirkjunar!

Vinsamlegast athugaðu Magnús að það er sitthvor einingin megavött (MW) sem er oft tengd við ástimplað afl túrbínu eða jafnvel heillrar virkjunar annars vegar og megavattstunda (MWH) hins vegar. Þá er MW margfaldað með fjölda þeirra klukkutíma sem framleiðsla rafmagns miðað við full afköst fer fram. Yfirleitt er einingin MWH ekki notuð en fremur miðað við GWH en  GWH er 1000 sinnum hærri eining en MWH. Því er 1 GWH = 1000 MWH.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 4.9.2008 kl. 23:44

4 identicon

Þið eru bara djöfulsins grenjuskjóður

Steini (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 06:22

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Takk fyrir upplýsingarnar Guðjón. Ég var einmitt að lesa eitthvað blog rétt áður en ég henti þessu inn. Og þar var einhver að halda því fram að það ætti að talu um þetta í megawattstundum. En þegar þú segir þetta þá sé ég að þetta er alveg rétt hjá þér

Magnús Helgi Björgvinsson, 5.9.2008 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband