Leita í fréttum mbl.is

Hátt bilur nú í tómum tunnum

Held að þessi bankamenn ættu nú bara að slappa af og fara varlega í að gagnrýna kollega sína í Seðlabankanum. Í annarri frétt hér á mbl.is kemur m.a. fram:

Tómas Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri upplýsingasviðs Seðlabankans, segir Seðlabanka Íslands vinna eftir alþjóðlegum stöðlum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þegar viðskiptajöfnuður er reiknaður út.

Þetta er náttúrulega eitthvað sem þessir menn þarna í bönkunum ættu að vita. Eins kemur fram í fréttinni:

Tómas sagði þennan skekkjulið vera til staðar í hagtölum allra ríkja. Dæmið gengi hvergi upp eins og gefið var í skyn að ætti að vera í gær.

Held að þessir yfirmenn greiningardeilda sem alveg fram á síðustu stundu spáðu því að hlutbréf ættu eftir að hækka stöðugt þegar þau voru í 9000 stigum, spáðu því að fasteignaverð ætti bara eftir að hækka, það yrðu aldrei verulegar raun  lækkanir framar, spáðu því að gengið ætti aldrei eftir að sveiflast neitt verulega og svo framvegis ættu nú bara að gefa sér tíma til að fara erlendis í endurmenntun. Þeir hljóta að vita það að síðustu ár hefur fólk hlustað á þá í fjölmiðlum og í kjölfar greininga þeirra fjárfest og sitja nú margir hverjir í súpunni.

Og þessi viðbrögð þeirra um að aðrir fari með vitleysu, þegar að Seðlabankinn, erlendar greiningardeildir og fleiri koma með ábendingar og spár, er með öllu óþolandi.


mbl.is Ógnvænleg efnahagsþróun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

er þetta kanski enn ein, og örvæntingarfyllsta, tilraun bankanna til að lemja gengið niður fyrir fjórðungsuppgjör (Q3 að enda)?

Gullvagninn (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 07:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband