Leita í fréttum mbl.is

Við þurfum að auka opinbert eftirlit með virkjunum og stóriðju

Það er ekki nóg með að grunur sé um mengun þarna á Hellisheiði frá jarðgufuvirkjunum heldur er þrálátur orðrómur um að afrennsli frá Nesjavöllum hafi aukið kvikasilfur í Þingvallavatni og þar af leiðir í silungi þar. Það er því ekki beint hægt að segja að þetta sér græn orka ef að tæknin er þannig í dag að þetta valdi stórspjöllum á náttúrunni. Þetta með benssteinsvetnið var jú nefnt þegar að Hvergerðingar voru að mótmæla Bitruvirkjun. Ég man ekki betur en að OR segði þetta ekki menga. Og þeir mundu síðar ná að eyða lyktinni með nýrri tækni. En hún er bara ekki komin. 

Þá hafa verið nefndar mælingar í Hvalfirði þar sem mengun fer yfir hættumörk að minnstakosti heyrðist það fyrir nokkrum mánuðum. Talað t.d. um að flúor væri þar á köflum langt yfri mörkum. En verksmiðjan þar neitaði því og síðan hefur bara engin rætt um þetta.

En eins og eftirlitið er í dag er það fyrirtækjanna að fylgjast að mestu með þessu sjálf. Mér finnst það ótækt og finnst að umhverfisstofnun eigi að stækka með auknum umsvifum og rannsóknadeild þeirra stöðugt að gera athuganir á þessu. 

Það dugar ekki að gróðasjónarmið ráði eingöngu. Við eigum að gera kröfur um að frá þessum virkjunum og stóriðjum komi engin mengun eða því sem næst. Það er til tækni sem tekur á þessu flestu og  við eigum ekki að sætta okkur við að mengun sé hugsanlega rétt undir hættumörkum. Við vitum að mælikvarðar um hvaða magn sé í lagi og ekki, breytist með árunum og lækkar yfirleitt.


mbl.is Hvetur til rannsókna á gróðurskemmdum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband