Leita í fréttum mbl.is

Held að ríkið þurfi að fara að læra!

Þessi kjaradeila ljosmæðra kalla á eftirfarndi viðbrögð:

  • Ríkið þarf að átta sig á að með því að svara þessari deilu við ljósmæður með hörku á ekki eftir að skila þeim neinu nema að á endanum þarf ríkið að greiða meira. Þetta er vegna þess að með því að gera þær reiðar þá eru minn líkur á því að þær komi á móts við ríkið í samningum
  • Eins og ljósmæður hafa bent á að nú er krafa um að ljósmæður ljúki fyrst hjúkrunarnámi og bæti síðan við sig 2 árum til að verða ljósmæður. Halda menn að fólk leggi á sig 2 ár í viðbótarnám fyrir jafnvel lægri laun en þær mundu fá sem hjúkrunarfræðingar. Þetta leiðir til þess að nauðsynleg endurnýjun verður ekki og þarf af leiðandi eru líkur á stórkostleg vandamál innan fárra ár vegna þess að engar ljósmæður koma inn í stéttina.
  • Ljósmæður hafa ekki farið í verkföll um ára raðir og þar af leiðandi eiga þær sjóði til að ganga í verkfalli.
  • Önnur verklýðsfélög koma til með að styrkja þær
  • Ríkisstjórnin er búin að lýsa því yfir að unnið verði að því að auka veg umönnunar og kvennastétta.
  • Og síðast en ekki síst þá veit ríkið að þeir þurfa að semja við þær. Held að með því að láta þessar deilur fara í hart græði ríkið ekkert nema að fá almenningálitið á móti sér.
  • Held líka að samninganefndin hljóti að vita nokkrunvegin hvað tölur að lokum verður samið um og ætti að eiga möguleika á að semja um það strax.

 


mbl.is Nýbakaðar mæður finna mjög fyrir álaginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helena Sigurbergsdóttir

Held að það sé sama hvaða stétt um ræðir hjá ríkinu, launin eru til háborinnar skammar.

Kveðja Lella sem er að leita að vinnu þar sem eru borguð laun

Helena Sigurbergsdóttir, 12.9.2008 kl. 11:59

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þú ert alltaf að leita Helena! Þú verður bara að sætta þig við að við sem vinnum hjá ríkinu gerum það ánægjunar vegna! A.m.k. ekki fyrir launin.

Magnús Helgi Björgvinsson, 12.9.2008 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband