Leita í fréttum mbl.is

Finnst þetta alveg fáránleg rök!

Þegar Geir fór að vitna í stöðuna í Georgíu til að rökstyðja ógnina af Rússum þá varð mér bara óglatt. Finnst það með ólíkindum að Evrópubúar sem eru nú í félagi við USA búnir að fara um lönd eins og Írak, Afganistan og styðja aðgerðir Ísrael í Palestínu og sprengja þar saklaust fólk svona sem meðafurð hægri og vinstri  skuli bregðast svona við ástandinu í Georgíu.

Hann sagði að þeir sem hefðu sagt að sjálfstæðismenn væri fastir í hlekkjum kalda stríðsins þegar verið var að endurskipuleggja varnarsamstarfið við NATO eftir brottför Bandaríkjanna ættu kannski að heimsækja  Gori í Georgíu þar sem Rússar létu sprengjum rigna yfir íbúana

Muna menn ekki eftir að stjórnvöld í Georgíu fyrirskipuðu árás á sitt eigið fólk og vitandi að það fólk fylgdi Rússum að málum og vilja sjálfstæði frá Georgíu.

Við vitum ekki hversu margir féllu þarna. Við vitum að talið er að stjórnvöld í Georgíu hafi fellt eitthvað frá 150 til 2000 borgara í eigin landi.

Sé ekki að RÚSSAR séu meiri ógn við okkur en USA. Þeir ögra Rússum stöðugt eins og t.d. að kaupa sér leyfi hjá Pólverjum að setja þar upp skotpalla fyrir eldflaugar. Rússar eru og hafa verið herveldi og þurfa að fljúga vélum sínum m.a. yfir Norður Atlandshaf.

En finnst ömurlegt ef Geir Haarde ætlar að nota þetta til aukinna hernaðarumsvifa hér á landi. Fannst eins og ræða hans væri byrjun á ásandi eins og var hér þegar Varið land var og hét.

Við eigum náttúrulega að fylgjast með flugumferð og umsvifum við landið en ekki að nota þetta til að hefja eitthvað kalt stríð aftur


mbl.is Enn stafar ógn af hernaði Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband