Leita í fréttum mbl.is

Góðar greinar í Morgunblaðinu í dag um stöðu efnahagsmála

Fyrri greinin er eftir Þröst Ólafsson

 þröstur

Þar segir hann m.a.

Stóriðjan á ekki lengur að leysa vanda einhæfs atvinnulífs heldur skal hún leysa þensluskort á Húsavík, vannýtta hafnaraðstöðu í Helguvík, orkuvanda Jakobs Björnssonar, og nú síðast einnig efnahagsvanda Íslendinga. Það er þetta síðastnefnda sem ástæða er til að staldra við, því það eru ný sjónarmið að ætla stóriðjuframkvæmdum að koma í staðinn fyrir skynsamlega stjórnun efnahagsmála.

Sú skoðun er hávær að nú megi alls ekki staldra við og leyfa þenslunni að sjatna og bíða með frekari stóriðjuframkvæmdir; yfirvofandi kreppa kalli á nýjar framkvæmdir og þann tímabundna hagvöxt sem þeim fylgja.

Það er sérkennilegt að þegar örlar á því að efnahagslífið taki smá skref í átt að jafnvægi skuli vera hrópað á meiri framkvæmdir og nýja þenslu.

 

Mjög fín grein hjá Þresti þar sem hann greinir ástandið og hvað hægt sé að gera. Hann varar við að reyna að laga óstöðuleika í efnahagslífinu með því að viðhalda þenslu sem að fólk og fyrirtæki hafa skapað með offjárfestingum og skuldum. Hann vill að við vinnum að því að ná tökum á þessu með því að fara hægt í fjárfestingar og stórframkvæmdir.

 

Síðan er það grein eftir Ragnar Ögmundsson.

 Ragnar

Þar segir hann m.a.

Laizzes faire

Haustið 2004 varð vart „auðsáhrifa“. Fólk sá fasteign sína hækka í verði umfram almennt verðlag og hélt að það væri orðið efnaðra en áður. Það tók löng lán út á hækkunina og keypti skammvinn verðmæti. Allar götur fram til vors 2007 hélt dansinn í kringum gullkálfinn áfram. Sagt hefur verið að það sé hlutverk seðlabanka að fjarlægja veisluföngin þegar loksins er farið að vera fjör í partíinu. Það brást og telst til mistaka. Árið 2003 var bindiskylda afnumin. Útlán jukust mikið. Árið 2004 hækkaði Íbúðalánasjóður lán sín í 90%, áfram var þó óbreytt „þak“ á lánum sjóðsins. Þetta notuðu bankar sem tylliástæðu til að fara í stríð við ríkið. Þeir auglýstu jafnvel 100% lán án nokkurs þaks og létu sér í léttu rúmi liggja að þetta hækkaði verðið. Þeir lánuðu jafnóðum aftur út á hækkunina. Það er jafn gáfulegt og að sitja á grein sem maður er að saga af tré. Sveitarfélög á SV-horninu voru óviðbúin, skortur varð á framboði lóða. Þó er nóg til af byggingarlandi. Lagt var í opinberar framkvæmdir sem gátu beðið, s.s. jarðgöng.

Við þenslunni átti að bregðast strax með því að draga inn fé af markaðnum. Ef menn vildu ekki bindi skyldu átti að gefa út ríkisbréf. Það hefði hækkað raunvexti strax, slegið á þensluna og aðrir vextir því ekki farið í þær hæðir sem síðar varð. Í stað þess að bregðast við afnámu menn og lækkuðu skatta, helltu olíu á eldinn. Allt tilheyrir þetta fyrri ríkisstjórn.

Þegar peningum er dælt inn í hagkerfi eins og hér gerðist verða peningar í umferð of miklir m.v. þau verðmæti sem spurn er eftir. Of margar krónur taka að eltast við takmörkuð gæði. Þess vegna er brýnt að vakta peningamagnið og bregðast strax við óhóflegri aukningu með því að draga fé inn á móti. Án slíks eykst verðbólga og gengi fellur. Loks harðna peningarnir í formi steinsteypu í hálfbyggðum húsum og bindast í auknu rekstrarfé fyrirtækja, sem er bein afleiðing verðbólgu. Þá er orðið of seint að draga inn fé. Úr því sem nú er komið er eina leiðin að halda vöxtum háum. Bókstafstrú á afskiptaleysi í hagstjórn er innsti kjarni vandans

Hann færir að því rök að við erum að súpa seyðið af vanstjórn fyrri ríkisstjórnar, óstjórn bankana og fleira.

Hann færir að því rök að við megum búast við lægð í kaupmætti næstu árin. Sem og að hann bendir á þessa ofurtrú vissra markaðslausnir sem fylgi óheftu frelsi.

Góðar greinar sem fólk ætti að lesa.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Íbúðalánasjóður-90% lán og kapphlaup bankanna við að ná sér í veð í íbúðum. Þetta var svona eins og taka víxillán með fljótandi vöxtum. Kosningavíxill Framsóknarflokksins sem þjóðin borgar að lokum.

Árni Gunnarsson, 14.9.2008 kl. 23:10

2 Smámynd: Dystópía

Kosningaloforð framsóknarflokksins endar á okkar herðum!

Ótrúlegt að hlusta á Guðna Ágústsson kenna þessari ríkisstjórn um ástandið í dag!  

Dystópía, 17.9.2008 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband