Leita í fréttum mbl.is

Oriðið dálítið þreytandi!

Maður fer nú að verða þreyttur á þessum fullyrðingum Geirs og fleiri. Maður man eftir þeim nokkrum:

  • Þegar verið var að vara við þenslunni sem gæti fylgt miklum fjárfestingum m.a. Norðuráli, Kárahnjúkum og fleiri þá var talað um að vissulega gæti komið smá verðbólguskot í endan á því. En fyrr má nú fyrrvera. Skotið er nú búið að standa yfir í tæp 2 ár.
  • Það hafa verið gefnar síðustu ár yfirlýsingar um að vextir muni nú lækka á næstu mánuðum og ekkert gerist.
  • Nú í vor sagði Geir að botninum væri náð. En það er ljóst að botninn er mun dýpri en Geir taldi.
  • Og svo eru það greiningardeildirnar sem eru nú kaflar út af fyrir sig. Þar eru fullyrðingar eins og:
    • Fasteignaverð á bara eftir að hækka héðan frá sögðu þær fyrir 2 árum
    • Hlutabréf eiga eftir að hækka fljótlega sögðu greiningardeildir síðasta haust þegar hlutabréf tóku dýfu. En hvað hefur skeð?
  • Og nú kemur Geir og segir að veiking krómunar sé tímabundin. Hún eigi eftir að hækka aftur, menn viti bara ekki hvenær.  ´

Ég meina hvað eiga menn við með "verðbólguskot" og "tímabundna veikingu" ef ástand  varir og versnar um mánaðar- eða árabil é ekkert tímabundið við það.

Síðan velti ég fyrir mér hvernig menn rökstyðja að gjaldþrot banka í Ameríku hefur áhrif á krónuna en ekki dollar eða evru. Held að þessi skýring sé langsótt.


mbl.is Staða krónunnar tímabundin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Næst kís ég Ómar Ragnarsson.......Það verður ekki sjálfstæðisflokkurinn það er nokkuð ljóst

Gunnar jónsson (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 18:59

2 identicon

Sótsvartur almúgurinn að tjá sig á moggablogginu... yndislegt

nonni (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 19:01

3 identicon

Það er yndislegt hvað bloggararnir þykjast vita um efnahagsmál

Steinar (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 19:33

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bíddu ég var ekkert að þykjast vita um þessi mál. En mér blöskrar þegar einhver talar um að ég þurfi að upplifa verðbólguskot sem stendur svo í mörg ár. Annaðhvort vita menn ekki betur eða þeir eru að ljúga að okkur. Og ég hallast að þessu fyrr nefnda. Menn hafa sífellt verið að lofa bjartari tímum en það svo ekki staðist.

Magnús Helgi Björgvinsson, 18.9.2008 kl. 20:14

5 identicon

Ég skal reyna að skýra þetta aðeins. Ef við byrjun á verðbólgu þá er það fyrirbrigði sem er erfitt að útskýra. Eitt af meginlögmálum hagfræðinar er að þegar ríkisstjórnir prenta of mikið af peningum og setja í umferð, þá skapist verðbólga. Í þessu tilviki þá kemur fjármagnið að utanfrá. Í einföldu máli má segja að þegar þú átt nóg af peningum, þá ertu tilbúin til þess að borga aðeins meira fyrir hlutina.... Seðlabankin er búin að reyna að ná verðbólguni niður með háum stýrivöxtum en eins og er þá hafa menn komist framhjá því með því að taka lán frá útlöndum (og þar með stöðugt flæði inn í kerfið). Svo núna þá hafa erlendu lánin orðið óhagstæð, svo menn hafa breytt þeim yfir í krónulán og við það féll gengið gríðarlega. Núna LOKSINS eru stýrivextir seðlabankans að virka á verðbólguna. Núna eyðir fólk ekki eins mikið í hluti sem það þarf ekki á að halda. Eftirspurn minkar og fyrirtæki þurfa að lækka verð til þess að hámarka gróða (supply and demand). Það tekur hinsvegar tíma fyrir þetta að gerast, og á meðan þetta gerist þá er smá tímabil af atvinnuleysi og samdrætti óumflýjanlegt. Ef verðbólgan er ekki slegin niður þá lendum við FYRST í virkilegum vandræðum. Ástæðan fyrir því að gjaldþrot í Ameríku teygir sig hingað er löng saga. En hún er sú að í húsnæðismarkaðnum í Ameríku var lánað fullt af fólki sem ekki var víst að gæti borgað lánin sín, og á þeim tíma var húsnæðisverð hátt. Svo gat fólk ekki borgað lánin og gaf bönkunum húsin eins og þau lögðu sig. Bankarnir voru þá kanski með 10M króna veð í húsum sem svo féllu í verði og stórtöpuðu bæði því húsin sem þeir áttu stór veð í stórlækkuðu í verði auk þess sem fólkið gat ekki borgað lánin. Þessi lán kallast undirmálslán og eru mjög áhættusöm, vegna áhættunar á bakvið þau eru þau seld áfram til þess að dreifa áhættuni. Núna leynast þessi lán út um allt hagkerfið. Svo gerist það að einn banki hann þarf að afskrifa þessi lán og það bókfærist sem tap. Þessi banki er ef til vill búin að taka lán og getur núna ekki borgað það lán vegna tapsins. Hann fer á hausinn og þeir bankar sem lánuðu þeim banka þurfa að afskrifa það lán sem tap. Svo lenda þeir í erfiðleikum og fara jafnvel sjálfir á hausin og svo koll af kolli. Vandamálið...það veit engin hvar þessi lán leynast. Og sá sem biður skyndilega um lán hann gefur til kynna að hann sé í "vandræðum" og því hugsanlega að verða gjaldþrota. Enginn vill lána slíkum aðila því það er ekki víst að lánið greiðist nokkurntíman til baka. Þessvegna halda allir að sér núna. Krónan er "áhættusöm" minnt, bæði krónan og aðrar hávaxtaminntir hafa fallið í verði vegna áhættufælni frjárfesta. Svo þegar fólk skortselur hægri vinstri þá keyrir það líka hlutabréfaverð hraðar niður. Semsagt. Vandamálið er á heimsvísu og ef einn stór banki verður gjaldþrota þá getur það valdið slæmum domínó-áhrifum. Bankarnir okkar þurfa hugsanlega að afskrifa 86 miljarða króna vegna gjaldþrots lehman bankans t.d. Sem varð gjaldþrota í miðjuni á öllum þessum vandamálum.

Steinar (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 20:47

6 identicon

bah, það átti að vera bil. Kom út sem einn samfeldur texti því miður

Steinar (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 20:48

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

OK flott innlegg frá þér. ENNN... Þegar Geir segir í dag.:

Ljóst væri að atburðir vikunnar, þ.m.t. gjaldþrot stórbanka, myndu segja til sín. Miklar sveiflur hefðu orðið á mörkuðum og fleiri hávaxtamyntir en sú íslenska veikst

Og bætti svo við að reyndar hefði íslenska krónan lækkað mun meira. Af hverju? Og afhverju að tala um verðbólgu skot. Nú hefur verðbólgan verið yfir viðmiðum í nokkur ár. Er það ekki fegrun að kalla það verðbólguskot?  Er þetta ekki bara verðbólga punktur.

Vissi þetta með undirmálslánin. Af hverju talar þú um 85 milljaða við gjaldþrotið þegar FME talar um 25 milljarða.

Af hverju er Geir ekki heiðarlegur og segir eins og er að nú sé komið svipað ástand og var 1991 þegar þjóðarsáttinni var komið á? Af hverju erum við ekki hvött til að spara og draga úr neyslu eða auka sparnað? Það mundi sannlega flýta fyrir. Af hverju eru Geir og co að halda ræður sem ganga út á nú þurfi þjóðin að framleiða, framleiða, framleiða og fara í virkjanir og stóriðju? Er það ekki rétt hjá mér að það viðheldur neyslu hér, eykur innstreymi á fjármagni sem eykur þrýsting á verðbólgu.

Síðan er spurning hvað voru bankarnir að hugsa hér? Þeir spenna hér upp fasteignaverð með 100% lánum, Greiningardeildir tala um að fasteignaverð eigi bara eftir að hækka. Síðan hækkar verði um tugi %. Nú í dag er verðið að hríðfalla og líkur á að þessi lán verði undirmálslán íslenskra banka.

Síðan var ég að heyra í dag að heimili skuldi nú um 250 milljarða í erlendum lánum þannig að það hafa ekki allir skipt yfir í krónur.

Síðan velti maður fyrir sér að það hljóti að hafa verið einhverjir undanfara að því að Lemann banki færi á hausin. Af hverju voru Straumur og aðrar fjármálasofnanir ekki búnar að losa um fjármagnið sem þær geymdu þar?

Magnús Helgi Björgvinsson, 18.9.2008 kl. 21:57

8 identicon

Það er talið að Íslenska krónan sé "of lág", þeas hafi skotist niður fyrir það sem hún ætti að vera. Enda eru allir á "móti" krónunni sem hefur slæm áhrif en krónan sem slík er ekki vandamálið. Verðbólgan hefur ekki lækkað því stýrivextir seðlabankans hafa ekki bitið á hagkerfi okkar þar sem fólk hefur komist í ódýrt fé að utan frá. Það er ekki fyrr en núna að fólk fær ekki lengur lán að utan á góðum kjörum. Og þarf því fyrst núna að halda aftur af sér í eyðsluni. Í kjölfarið minkar eftirspurn og verðbólga á að byrja að taka við sér.

Ég afsaka en ég gæti farið með rangt mál að einhverju leiti. Ef ég man rétt þá var það reiknað út að heildaráhrif gjaldþrotsins væri 180 miljarðar, þar af 85 miljarðar sem skiptust jafnt á bankana 4. Sem væri kringum 20 miljarðar per banki. Hinsvegar þá væri þetta bara lítil prósenta 5-8% ef ég man rétt af eiginfé þeirra og því ekki neitt til að hafa verulegar áhyggjur af. Auk þess þá er talið að eitthvað af fénu skili sér til baka þar sem það var ekki bundið í mjög áhættusömum fjárfestingum. Þetta eru tölurnar sem ég rifja upp úr greininni þó að ekki víst að þær séu alveg réttar en eitthvað í þá átt.

Hvort ástandið sé eins eða ekki get ég ekki sagt til um. En ef til vill þá vill hann ekki vera svartsýnn ef svo er. Og ef ég man rétt þá höfum við verið ítrekar hvött til að vera sparsöm en flestir létu það framhjá sér fara þegar allt stefndi í harkalega lendingu í hagkerfinu.

Ástæðan fyrir því að við eigum að "framleiða og framleiða" er einfaldlega til þess að viðhalda hagvexti og viðhalda lágu atvinnuleysi. Það hefur alltaf verið stefna hjá okkur að allir hafi vinnu. Við höfum haft það að leiðarljósi að það sé lágmarksmannréttindi að hafa vinnu. Það er betra að hafa láglaunaða vinnu heldur en enga á tímum sem þessum.

Við erum á leiðinni í samdrátt og honum fylgir atvinnuleysi, og markmiðið er að lágmarka atvinnuleysið sem skapast á meðan verið er að rétta úr verðbólguni. Málið er að það sá engin fram á að þetta myndi gerast. Það var nóg af ódýru fjármagni og þessvegna auðvelt að lána, lána og lána. Fjárfesting eykur hagvöxt svo það í sjálfu ser er jákvætt. En aðstæður einfanldlega breyttust öllum að óvörum. Svo núna er eins og skrúfað hafi verið fyrir tappa, fjárstreymið er horfið því engin vill hætta á að fá ekki borguð lánin til baka. Svo þegar alla skulda öllum þá verða málin ansi flókin.

Nei mikið rétt, mörg heimili fjárfestu í jeninu og frankanum (ef ég man rétt). Sem hafa hækkað gífurlega gagnvart krónunni og þar með aukið skuldir heimilanna um 40-70%. Þetta voru mjög ódýr lán á sínum tíma. Eiginlega þá voru engir undanfarar. Þetta var mjög hröð þróun. Svo eru Lán þess eðlis að þú getur ekki tekið þau til baka hvenær sem þú vilt. Gjaldaginn er samningsbundinn. Hinsvegar er hægt að framlengja lánin en ekki stytta þau nema lántakinn borgi þau upp.Þetta er mjög flókið og íllviðráðanlegt ástand á heimsmarkaðnum.

Steinar (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 23:07

9 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Nú var ég að hlusta á Guðmund Ólafsson á bylgjunni í morgun. Hann segir að helsta ástæða gengisfalls krónunar ársfjórðungslega nú síðasta ár sé það að bankarnir séu að hamstra gjaldeyri þar sem að þeir eru að skila af sér ársfjórðungsuppgjörum sem og að verja sig fyrir falli krónunar. Hann segir að nú sé talað um að gjaldeyrisvarastjóður sem bankarnir séu með sé yfir 1000 milljarðar. Og þetta sé eðlilegt svo þeir skili ekki af sér reikningum í tapi. Hann taldi þetta sýna að þeir ættu að fá að gera upp í erlendri mynnt svo að við mundum losna við töluvert af gengissveiflum við þetta.

Magnús Helgi Björgvinsson, 19.9.2008 kl. 08:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband