Laugardagur, 27. september 2008
Maður bara spyr: Hvernig gat þetta gerst?
Er nema von að maður velti því fyrir sér hvernig að gróinn markaður eins og Wall Street þar sem viðskipti hafa verið stunduð í yfir 100 ár lætur svona koma upp.
Nú eðli máls samkvæmt eru menntaðir viðskipta- og hagfræðingar í sögulegu hámarki og þarna eru gróin fyrirtæki. Af hverju vorum menn að fara út í þessa lánapakka þar sem þeir lánuðu fólki til húsnæðiskaupa og settu svo í pakka saman við önnur öruggari lán. Hver var það sem reiknaði út að afföllin af þessum lánum yrðu minni en hagnaður af öruggari lánunum . Og hverjir voru það innan banka um allan heim sem keyptu svo þessa pakka fullvissir um að þeir gætu grætt á þessu.
Hverskonar fólk eru þessir fjárfestar með í vinnu hjá sér.
Gæti verið að svona vitleysa dreifist hraðar um þar sem að fyrirtækin eiga orðið í hvort öðru og fulltrúar þeirra sitja því í stjórnum hjá þeim mörgum?
Getur verið að þessi yfirlgengulegu laun sem fyrirtækin greiða og bónusar hafi borist um kerfið af sömu orsökum. Getur verið þar sem þeir sem þessi ofurlaun fá eru svo í stjórnum annarra fyrirtækja og ákvarða laun þar.
Ef við veltum fyrir okkur eins og Spaugstofan gerði í kvöld: Hvar er nú hagnaður síðustu ára? Hvernig stendur á því að fyrirtæki sem skiluðu óhemju hagnaði síðustu ár eiga ekki digrari sjóði til að grípa í nú þegar árar illa?
Sama er hægt að segja um stöðuna hér á landi. Hvert fór stór hluti hagnaðarins? Er hann kannski komin í sjóði á einhverri Ermasundseyjunum eða í Karabísku eyjunum?
Og hvað var það sem ræður því að sumir aðilar t.d. hér á landi sem áttu ekkert í upphafi gátu fengið nær endalaust lánað hjá bönkunum þó að allt sem þeir eignuðust dygði ekki fyrir skuld vegna lánsins?
En það sem maður spyr aðallega er af hverju sáu allir þessir fræðingar hjá bönkum og fjármálafyrirtækjum þetta ekki fyrir löngu og bentu á þetta? Er eitthvað að grundvallarmenntun í þessum fræðum?
Fjárfestar vongóðir um björgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 44
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Sama er hægt að segja um stöðuna hér á landi. Hvert fór stór hluti hagnaðarins?
Frá Hagstofu Íslands: 26.9.2008
---------------------------------------------
Ráðstöfunartekjur jukust um 13% í fyrra
Ráðstöfunartekjur heimilanna eru taldar hafa aukist á síðasta ári um 13,1% frá fyrra ári. Ráðstöfunartekjur á mann jukust um 10,5% milli ára og kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann um 5,3%. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofunni.
.
Heildartekjur heimila eru taldar hafa aukist um 15,4% frá árinu 2006 til 2007 og heildareigna- og tilfærsluútgjöld um 19,1%. Ráðstöfunartekjur heimilanna í heild hafa þar með aukist að meðaltali um 9,6% á ári frá árinu 1994. Að teknu tilliti til verðlagsbreytinga og aukningu mannfjölda jókst kaupmáttur á mann um tæp 80% frá árinu 1994 til 2007, eða að meðaltali um 4,6% á ári.
------------------
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 28.9.2008 kl. 00:31
En við vitum að hér á Íslandi um stöðu heimilina. Og almennings. En fyrirtæki og fjárfestar voru að hagnast í fyrra og hittifyrra um milljarða á milljarða ofan. Þeir skuldsettu öll stærstu fyrirtæki Íslands upp í topp. Þannig náðust út úr þessum fyrirtækjum ógurleg verðmæti. Samkeppni um vinnuafl lenti á þessum sömu fyrirtækjum en hvert fór allur hagnaður fjárfestana. Þeir áttu nú líka flestir stórahluti í bönkum sem lánuðu þeim til að kaupa fyrirtækin sem þeir síðan skuldsettu til að greiða lánin að einhverju leiti til baka.
Því vill ég að slóð peningana sé skoðuð. Manni skilst að þessir menn hafi mokað slatta af þeim til staða þar sem ekki verður hægt að ganga að þeim ef þeir verða gjaldþrota.
Held líka að kaupmáttur hér hafi m.t.t. verðbólgu rýrnað um um 6% á þessu ári hér. Og ekki eru líkur á að það snúist við strax hér. Og margir spá nú á næstu vikum gríðarlegum verðhækkunum. Framkæmdarstjóri Bónus kom einmitt inn á hækkunar þrýsing Birgja í fréttum í gær.
Magnús Helgi Björgvinsson, 28.9.2008 kl. 00:50
Sæll Magnús.
A:: Hagnaður fyrirtækja fer: 1) í að greiða skatta 2) restin bætist við eiginfjárstöðu 3) og til að greiða arð til hluthafa.
---------
B::Hagnaður hluthafa (fjárfesta): þar er enginn hagnaður fyrr en búið er að selja hlutina (hlutabréfin) með hagnaði. Ef hlutur hækkar í verði (gengi hlutabréfa) og er seldur á þessu hækkaða verði þá er gróði sem fer á sömu staði og í A. Ef það er tap við sölu á hlutum þá minkar eiginfjárstaða/eignastaða fjárfesta.
---------
Ef um fasteignir er að ræða þá er enginn gróði fyrr en búið er að selja fasteignina á hærra verði en hún var keypt á. Ef hún fellur í verði og er seld á þessu lægra verði, þá myndast tap. Ef menn halda bara eigninni þá er engin breyting.
---------
Öll vandræðin í BNA núna (subprime-lán og prime-lán) eru vegna þess að engin fjármálastofnum þorir að setja verðmiða á "skuldabréfin" í eignasafni sínu af því það er varla hægt á meðan verðmyndunin er stopp því markaðurinn er frosinn fastur (verðmyndunarhjólin eru frosin) vegna lömunar og ótta. Ef allt fer vel þá mun verðmyndun komast í lag aftur og fjármálastofnanir munu geta sett verðmiða á eignasöfn sín því það er kominn kaupandi (ríkið) sem býður í eignirnar og þær velja annaðhvort að selja úr þeim á brunaútsöluverði til ríkisins, eða velja að halda þeim áfram í bókum sínum á þessu brunaútsöluverði sem ríkið bauð en sem þau höfnuðu. Þarna verður hægt að setja verðmiða á eignasöfn fjármálastofnana og koma bókhaldi þeirra í rétt horf (réttvísandi) og þá er hægt að segja við gamla og nýja fjárfesta hvers virði lánastofnunin er á hlutabréfamarkaði og hverjar horfurnar eru fyrir fyrritækið og hvort þau uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til þeirra, og því er hægt sækja nýtt fjármagn hjá fjárfestum í kauphöllum á ný. (þetta er víst einhvernveginn svona). Traust myndast aftur. Menn fara að trúa á bókhald þeirra aftur.
---------
Summa: það hafa ekki "tapast" peningar, en það sem var keypt fyrir peningana er bara orðið verðminna. Það sem var keypt getur annaðhvort orðið verðmeira þegar markaðurinn kemst í gang aftur, eða verðlaust ef hann hrynur til grunna. Peninganir hurfu ekki, heldur hvarf það sem var keypt fyrir þá. Eins og ef keyptur er einn líter af mjólk sem varð að "engu" í maga okkar. Peningurinn er ekki horfinn því hann er hjá kaupmanninum. En mjólkin er horfin og ekki hægt að selja hana aftur á hærra verði til einhverra annarra.
---------
En afleiðurnar fyrir alla á meðan allt lék í lyndi voru => hærri laun til starfsmanna (aukinn kaupmáttur launþega) => meiri og betri atvinna og fleiri vinnustundir (meiri heimilistekjur) => auknar skattatekjur ríkisins (meiri velferð) => og meiri almennur gangur í efnahagslífi þjóðarinnar vegna meiri fjárfestinga, framkvæmda og neyslu => plús hærra gegni á gjaldmiðlinum því krónur voru eftirspurðar meira en þær eru núna => summa => hagvöxtur, aukin velmegun og velferð hjá flestum.
Þetta var mjög gróft sagt og eflaust að einhverju leyti "vitlaust" hjá mér.
Kveðja
Gunnar Rögnvaldsson, 28.9.2008 kl. 05:33
Held líka að kaupmáttur hér hafi m.t.t. verðbólgu rýrnað um um 6% á þessu ári hér. Og ekki eru líkur á að það snúist við strax hér. Og margir spá nú á næstu vikum gríðarlegum verðhækkunum. Framkæmdarstjóri Bónus kom einmitt inn á hækkunar þrýsing Birgja í fréttum í gær.
Já svona gerast kaupin á eyrinni. Upp og niður. Það verða alltaf holur í veginum. En verst af öllu væri þó ef þið fengjuð einnig massíft atvinnuleysi ofaní. En lægra og samkeppnishæfara gengi krónunnar miðað við útlönd mun halda hjólunum betur í gangi fyrir allt sem íslenskt er. Laun, vörur og þjónusta ykkar verða samkeppnishæfari við laun, vörur og þjónusta í útlandinu.
Þetta er einnig svipuð saga hér í Danmörku. Allur launaframgangur er étinn upp (og ekki hefur hann verið mikill) af verðhækkunum og vaxtahækkunum og fasteignir falla í verði. Bankar voru að boða hækkun útlánsvaxta hér þann 1. október um 0,5% vegna vandræða á fjármálamörkuðum => verð á peningum fer hækkandi á millibankamarkaði. Útlánsvextir á venjulegum yfirdrætti verða á bilinu 8,5% - 19,5%. Vextirnir fara eftir greiðslugetu (ríkur eða fátækur), upphæðinni (stærð áhættu) og viðskiptavild (ertu nýr eða gamall og velreyndur kúnni). Stýrivextir í Danmörku eru 4,25%. Atvinnuleysi er á leiðinni upp á flestum stöðum í ESB og eru sum ESB-lönd formlega fallin inn í kreppu nú þegar - Danmörk, Frakkland, Írland og búist er við formlegri kreppu-tilkynningu frá Þýskalandi á næstu vikum. Svo mun restin fylgja eftir því Þýskaland og Frakkland eru það stór að þau munu draga okkur öll hin niður með sér.
Gunnar Rögnvaldsson, 28.9.2008 kl. 06:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.