Leita í fréttum mbl.is

Af hverju fékki ríkið ekki 100% eignarhlut í bankanum

Miðað við þessi orð Davíðs að ef ríkið hefði ekki lagt þetta hlutabréf í bankan hefði hlutafé í bankanum verið 0 sbr

Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, segir kaupin í Glitni ekki vera þjóðnýtinguef ekki hefði verið gripið til aðgerða hefði hlutafé bankans verið 0 og hann hefði farið í þrot"

 

Það verður líka að kanna það af hverju engin sagði satt um þróun mála síðustu vikurnar. Lárus var í Silfri Eglis fyrir viku og þá virtist allt vera á sæmilegu róli.

Annar var þessi tilkynning að byrtast í Kauphöllinni sem ég held að sé ekki að segja alla söguna 

 

Glitnir banki hf. - Fyrirtækjafréttir

Fréttatilkynning:
Reykjavík 29. september, 2008
* Íslenska ríkið greiðir 600 milljónir Evra fyrir 75% hlut í
Glitni banka hf
* Um er að ræða nýtt hlutafé
* Viðskiptavinir, lánadrottnar og starfsmenn munu ekki finna
fyrir breytingu
* Eigin- og lausafjárstaða bankans styrkt verulega
* Lárus Welding beðinn um að halda áfram störfum sínum fyrir
bankann og hefur hann fallist á það
* Forsendur fjármögnunar Glitnis breyttust á örfáum dögum
* Stjórn og stærstu hluthafar hafa samþykkt viðskiptin

Ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt að ríkissjóður leggi bankanum til
nýtt hlutafé og eignist með því 75% hlut í Glitni Banka hf. Fyrir
hlutinn greiðir íslenska ríkið 600 milljónir Evra eða um 84 milljarða
íslenskra króna. Um er að ræða nýtt hlutafé. Stjórn og stærstu
hluthafar Glitnis hafa fallist á viðskiptin með fyrirvara um samþykki
hluthafafundar.
Fjármögnun Glitnis hefur gengið vel á þessu ári þrátt fyrir afar
erfiðar markaðsaðstæður. Engu að síður hafa viðburðir síðustu tveggja
vikna á bandarískum og evrópskum fjármálamörkuðum haft í för með sér
ófyrirsjáanlegar afleiðingar sem gerbreyttu forsendum skammtíma
fjármögnunar Glitnis. Í því ljósi ákvað stjórn Glitnis að óska eftir
viðræðum við Seðlabanka Íslands til þess að ræða mögulegar lausnir á
þeim vanda sem bankinn stóð frammi fyrir. Þær viðræður leiddu til
framangreindrar niðurstöðu.
Ríkið hefur farið þess á leit við Lárus Welding, forstjóra, að hann
haldi áfram störfum sínum fyrir bankann. Hann hefur fallist á þá
beiðni.
Tillagan var sett fram seint í gærkvöldi og var boðað til
stjórnarfundar í Glitni banka í morgun. Á þeim fundi var ákveðið að
ganga að henni. Þar með er bankinn kominn með afar traustan hluthafa
og bakhjarl.
Grunnrekstur Glitnis er traustur og bankinn og hefur á þessu ári lagt
ríka áherslu á að auka tekjur af kjarnastarfsemi. Þá hefur bankinn
einnig lagt áherslu á að hagræða í rekstri og hefur hann náð góðum
árangri í þeim efnum á árinu.

Lárus Welding, forstjóri Glitnis banka hf.
,,Stjórn og stjórnendur bankans hafa unnið ötullega að fjármögnun
bankans í ölduróti undanfarinna mánaða, en staðan versnaði til muna
allra síðustu daga. Þessi innkoma ríkisins styrkir eiginfjárstöðu
bankans mjög og tekur af allan vafa um fjárhagslega stöðu Glitnis.
Við höfum séð sambærilegar aðgerðir í löndunum í kringum okkur sem
endurspeglar vel þá erfiðu stöðu sem ríkir á alþjóðlegum
fjármálamörkuðum. Þessi aðgerð hefur því miður neikvæð áhrif á
núverandi hluthafa en er nauðsynleg til lengri tíma litið.
Viðskiptavinir okkar munu ekki finna fyrir breytingum og Glitnir mun
áfram leggja höfuðáherslu á að veita góða og öfluga þjónustu. Ég tel
mig einnig geta fullyrt að þessar aðgerðir endurspegla mikið traust
stjórnvalda til Glitnis og eru mikilvægur liður í því að tryggja
fjármálastöðugleika í landinu. Landslagið á íslenskum fjármálamarkaði
hefur með þessu breyst. Glitnir stendur eftir sterkari en fyrr."

Þorsteinn Már Baldvinsson stjórnarformaður Glitnis banka hf."Ég hef lagt
áherslu á að auka hagræði í rekstri bankans. Mér þykir
mjög miður að við skyldum ekki komast með öðrum hætti í gegnum þennan
krappa sjó eins og lagt var upp með. Þessi niðurstaða tryggir þó
framtíð bankans og hagsmuni viðskiptavina og starfsfólks. Það er mér
mjög mikilvægt. Okkar fólk hefur unnið mjög gott starf við gríðarlega
erfiðar aðstæður."


Nánari upplýsingar veitir:
Már Másson, forstöðumaður samskiptasviðs, sími: 844 4990, netfang:
mar.masson@glitnir.is .

Sigrún Hjartardóttir, forstöðumaður fjárfestatengsla, sími: 844 4748,
netfang: sigrun.hjartardottir@glitnir.is .

 



mbl.is Glitnir hefði farið í þrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Af því að þá hefðu núverandi hluthafar, þ.m.t. Lárus sjálfur, engra hagsmuna að gæta lengur og gætu snúið baki við bankanum.  Nú þurfa þeir að snúa við 80-90% tapinu sem þeir hafa orðið fyrir enda hafa þeir væntanlega tekið lán þegar þeir keyptu hlut sinn í bankanum og þurfa að standa skil á þeim gagnvart sínum lánadrottnum.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 29.9.2008 kl. 10:38

2 identicon

Er ekki áberandi hvernig nafn Jóns Ásgeirs hefur ekki komið fram í umræðunni um þessi mál. Maður hefði haldið að það kæmi fram alla vega einu sinni.

Hynur (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 10:46

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þá held ég að menn þurfi líka að tryggja að þessi hlutur ríkisins verði ekki seldur á brunaútsölu þegar betur árar. Við þurfum jú að fá inn fyrir afborganir af lánum og vöxtum sem ríkið notar til að kaupa þennan hlut.

Magnús Helgi Björgvinsson, 29.9.2008 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband