Leita í fréttum mbl.is

Ég held að allur vöxtur Íslands síðustu ár sé tekinn að láni!

Þetta eru náttúrulega hræðilegar tölur. Og má færa rök að þvi að öll velmegun hér á landi hafi verið tekin að láni. Útflutningur hefur ekkert vaxið í námunda við vöxt á neyslu hér. Erlenda útrásin okkar er líka tekin á láni.

Er ekki komin tími til að við sníðum okkur stakk eftir vexti og setjum fjármálastofnunum stífari reglur. Þær verða náttúrulega að vera í stakk búnar að halda sjó þó að eitthvað bregðist.

Og neyslufylleríið sem hefur einkennst m.a. af því að fólk

  • Kaupir sér íbúð eða hús og rífur allar innréttingar út og kaupir allt nýtt inn á lánum
  • Fólk kaupir hús á markaðsvirði til að rífa og byggja nýtt. Þ.e. kaupir lóð á 70 til 100 milljónir og fínt hús sem það rífur til að byggja nýtt.
  • Menn kaupa bíla upp á 10 til 15 milljónir. Jafn vel 2 til 3 á hvert heimili
  • Menn voru farnir að kaupa kannski 0,5 hektara af landi á upp í 25 milljónir fyrir bústað.
  • Menn voru að taka lán til að braska með á ótryggum mörkuðum.

Verðum kannski að fatta það að við eru 330 þúsund manna þjóð. Við höfum orðið að flytja inn vinnuafl því að atvinnulífið er orðið stærra en þjóðin ræður við ein og sér.

Held að það sé nauðsynlegt fyrir okkur að átta okkur á því að við svona örþjóð ráðum ekki við svona gríðarlegan vöxt sem og að verja okkur almennilega eftir að við opnuðum á nær algjör frelsi fjármálastofnana.

Hvað halda menn að gerist þegar að bankarnir fara aftur að ná í lán fyrir lausafé. Það verður næsta neyslusprengja hér sem bankarnir helda eldsneyti stöðugt á.


    mbl.is Skuldir Íslands í hæstu hæðum
    Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

    « Síðasta færsla | Næsta færsla »

    Athugasemdir

    1 identicon

    ég er alveg sammála þér

    Henning (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 10:53

    2 identicon

    Já svo sammála þér. Það er ljótt að segja það en maður fær alveg  "það HLAUT EITTHVAÐ AÐ VERA" tilfinningu gagnvart þessu...þ.e. að þetta hlaut að vera gerviheimur og að nú sé raunveruleikinn að hellast yfir fólk.

    Gunna (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 11:30

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Höfundur

    Magnús Helgi Björgvinsson
    Magnús Helgi Björgvinsson

    Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

    Eldri færslur

    Des. 2024
    S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5 6 7
    8 9 10 11 12 13 14
    15 16 17 18 19 20 21
    22 23 24 25 26 27 28
    29 30 31        

    Twitter

    Teljari

    joomla visitor

    Twitter

    Tenging við twitter

    Um bloggið

    Vettvangur Magga

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband